Lilja Björg Ágústsdóttir er nýr formaður SSV

SSVFréttir

Aðalfundur SSV fór fram mánudaginn 15. júní s.l.

Á fundinum var Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð kosin nýr formaður og mun hún taka við formennskunni af Eggerti Kjartanssyni oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps.  Fjórir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, þau Ástríður Guðmundsdóttir úr Skorradalshreppi, Brynja Þorbjörnsdóttir úr Hvalfjarðarsveit, Davíð Sigurðsson úr Borgarbyggð og Atli Svansson úr Eyja- og Miklaholtshreppi.

Um leið og starfsfólk SSV þakkar þeim sem láta af störfum í stjórn SSV fyrir samstarfið bjóðum við nýja stjórnarmenn velkomna í hópinn og hlökkum til að takast á við ný verkefni í góðum hópi.

Ársskýrslu og ársreikning má finna hér

Lilja Björg Ágúsdóttir  nýkjörin  formaður SSV