Laus störf hjá SSV og Markaðsstofu Vesturlands

SSVFréttir

Við hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  leitum eftir tveim einstaklingum í okkar góða hóp.

Umsóknarfrestur er til 5 desember n.k.

Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands – SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Starfið felur í sér fjármálastjórnun fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á svæðinu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, uppgjörum, launaumsýslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga ásamt þátttöku í stefnumótun og þróunarverkefnum. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.

Sjá nánar um starfið : Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands – SSV – 50skills

Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála – SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra miðlunar og markaðsmála. Við leitum að verkefnastjóra sem hefur metnað til að ná árangri, vinnur sjálfstætt og býr yfir góðri samskiptahæfni. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.

Sjá nánar um starfið :Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála – SSV – 50skills

Hjá okkur starfar samhent og jákvætt teymi sem vinnur að fjölbreyttum og metnaðarfullum verkefnum. Ef þetta hljómar spennandi og þú getur séð þig í þessu hlutverki, þá hvetjum við þig til að sækja um.

Nánari upplýsingar

Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is

Stefanía Hildur Ásmundsdóttir – stefania@hagvangur.is