Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.
Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna sem fóru með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og á kynningarfundinum munu verkefnisstjórarnir kynna helstu niðurstöður hvers svæðis. Á eftir kynningunum verður tími fyrir spurningar og umræður.
Á þessari slóð er hægt að nálgast dagskrá fundarins, skrá sig á fundinn en auk þess verður fundinum streymt.
https://www.ferdamalastofa.is/is/moya/formbuilder/index/index/kynning-a-afangastadaaaetlunum