Innviðaráðherra með opinn fund í Borgarnesi

SSVFréttir

Vel var mætt á opinn fund innviðaráðherra sem fór fram í Borgarnesi 13 ágúst sl.  Á fundinn fór ráðherra yfir helstu verkefni sem eru á könnu innviðaráðuneytisins, en þau eru samgöngumál, fjarskipti, sveitarstjórnarmál og byggðamál.  Einnig var Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV með kynningu á helstu áherslum sveitarfélaganna á Vesturlandi varðandi þessa málaflokka.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um slæma stöðu í vegamálum á Vesturlandi og komu margir fundarmanna inn á þá stöðu.  Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Pálmi Sævarsson svæðisstjóri á Vestursvæði Vegagerðarinnar tóku þátt í umræðunum sem voru góðar og gagnlegar og skila vonandi breytingum á væntanlegri samgönguáætlun, Vesturlandi til hagsbóta.