Hækkun veiðigjalda gæti komið illa við Vesturland

VífillFréttir

Mikill munur er á vægi sjávarútvegs eftir íslenskum sveitarfélögum eða allt frá því að hafa enga vigt upp í að bera uppi um 50% í útsvarsgrunni þeirra – en meirihluti tekna sveitarfélaga eru útsvarstekju. Tvö stór sveitarfélög á Vesturlandi, bæði á Snæfellsnesi, eru meðal 10 stærstu sveitarfélaga að þessu leyti, en þau eru nú 62 á landinu. Tilefnið af þessari samantekt er boðuð hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum. Bráðabirgðagreining bendir síðan til að margfeldisáhrif sjávarútvegs séu mikil á Snæfellsnesi og meiri af fiskvinnslu en fiskveiðum en sumir telja að áhrifin af hækkun veiðigjalda verði meiri á fiskvinnslu en veiðar. Þess utan starfa mikið fleiri konur í fiskvinnslu en karlar. Nánar hér (SMELLIÐ).