Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði.

SSVFréttir

Matvælastofnun vekur athygli á því að skila þarf inn umsóknum um nýliðunarstyrk í landbúnaði á Bændatorginu eigi síðar en 1. september næstkomandi. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í búskapi.

Til að eiga rétt á nýliðunarstuðningi þarf fólk að uppfylla kröfur reglugerðar. Þar er m.a. kveðið á um að umsækjendur þurfi að vera á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. Einnig að þeir séu að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti, eða hafi leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarárinu.

„Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingarkostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en níu milljónir króna í heildarstuðning,“ segir í tilkynningu MAST.

Heimasíða Mast :

http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2019/06/07/Opnad-hefur-verid-fyrir-umsoknir-um-nylidunarstudning-i-landbunadi/?fbclid=IwAR11ADKszVHgOFsvXaLogxnnszP2OD8hIeIWwSm0pYvY4UGvdhPcuzf51u8