Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um eflingu öldrunarþjónustu á Vesturlandi, en hópinn skipa Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð, Þura Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HVE, Svala Hreinsdóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ingveldur Eyþórsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Hópurinn skilað snemma á þessu ári tillögum um eflingu þjónustunnar og aukna samvinnu og samþættingu á milli aðila sem sinna henni.
Guðjón Brjánsson fv. forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og þingmaður hefur verið ráðinn sem ráðgjafi hópsins og mun hann útfæra tillögurnar frekar í samstarfi við vinnuhópinn. Guðjón hóf störf nú í desember.
Verkefnið er fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands og var sett af stað í samræmi við Velferðarstefnu Vesturlands sem samþykkt var í árslok 2019.
Björn Bjarki, Guðjón og Páll undirrita samning.