Grímsstaðaket hefur opnað matarsmiðju á Grímsstöðum

SSVFréttir

Nýverið gerði SSV samning við Grímsstaðket um stuðning við rekstur matarsmiðju á Grímsstöðum í Reykholtsdal.  Samningur felur í sér að Grímsstaðaket tekur yfir hluta af þeim búnaði sem var í matarsmiðjunni á Sólbakka og var í eigu SSV.  Á móti mun SSV fá aðstöðu í matarsmiðjunni undir námskeiðahald o.fl.  Grímsstaðaket er í eigu hjónanna Jóhönnu Sjafnar Guðmundsdóttir og Harðar Guðmundssonar.  Þau hófu rekstur kjötvinnslu árið 2020 og hafa síðan þá byggt upp starfsemina og í dag er starfrækt þar kjötvinnsla, sláturhús og eldhús.   Jóhanna og Hörður hafa frá stofnun Grímsstaðakets lagt áherslu á að fullvinna sína framleiðslu heima á bæ.

 

Á síðasta ári fengu þau leyfi til að opna matarsmiðju og þar er hægt að leigja aðstöðu fyrir ýmis konar matvælaframleiðslu.  Matarsmiðjan á Grímsstöðu er því vel tækjum búin. Til þess að aðilar geti hafið framleiðslu í matarsmiðju þarf að sækja um leyfi hjá heilbrigðiseftirlitinu og vera með gæðahandbók um framleiðsluna.  Grímsstaðaket er með gæðahandbók fyrir sína framleiðslu og eru þau Jóhanna og Hörður tilbúin til þess að aðstoða fasta leigjendur við að gera gæðahandbók.

Mynd SkessuhornSkessuhorn