Greining á áhrifum atvinnuleysis á heildartekjur sveitarfélaga á Vesturlandi

SSVFréttir

Óvissa er mikil í efnahagsmálum hérlendis sem og erlendis eftir að COVID-19 varð fyrst vart í Asíu í lok árs 2019. Öllum er nú ljóst að kreppa er í efnahagsmálum sem á eftir að teygja sig víða og hafa áhrif m.a. á fjárhag sveitarfélaga. Snemma vöknuðu spurningar meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um hver áhrifin yrðu á þeirra tekjur og að undanförnu hefur SSV unnið að því að reyna að meta áhrif atvinnuleysis á heildartekjur sveitarfélaganna. Þessi vinna hefur verið í gangi í fáeinar vikur og er nú á lokametrunum. Ljóst er að tekjutapið er umtalsvert, en áhrifin eru ákaflega misjöfn frá einu sveitarfélagi til annars.  Niðurstöður þessarar vinnu munu birtast í Hagvísi sem kemur út innan skamms.

Mynd: Skessuhorn