Núna er skammdegið allsráðandi, en jólin nálgast og því kjörið að tendra ljós, horfa fram á veg og hugsa um hvernig við getum glatt hvort annað og glaðst saman á aðventunni og yfir jólahátíðina.
Markaðsstofa Vesturlands vill auðvelda landanum jólagjafainnkaupin með því að taka saman og kynna ýmis tilboð og gjafabréf sem eru í boði hjá ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi. Með þessu viljum við líka hvetja Íslendinga til að standa með og styðja við ferðaþjónustufyrirtækin og gefa hvort öðru um leið ánægjulega upplifun og gleði með gjafabréfi í upplifun.
Kynningin „Jólagjöfin í ár“ er á www.vesturland.is – skoðið og þið munið finna ýmislegt áhugavert, spennandi og skemmtilegt til að setja í skóinn eða jólapakkann hjá þeim sem ykkur þykir vænt um
Markaðsstofan mælir með því að fyrirtæki bjóði þann möguleika að fólk geti nýtt ferðagjöfina við kaup á gjafabréfi og geti þannig framlengt ferðagjöfina sína fram á næsta ár ef það hentar betur en ferðagjöfin gildir fram að áramótum.
Við bjóðum alla velkomna að dvelja og njóta með okkur á Vesturlandi
Að lokum viljum við, starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands, hvetja ykkur, kæru samlandar, til að versla við ferðaþjónustuna, standa við bakið á hvort öðru og hugsa jákvætt til framtíðar.
Úrval gjafabréfa má skoða hér.