Fyrirtæki á Vesturlandi, fjárfestar og fjárfestingartækifæri

VífillFréttir

Í dag komu Kristinn Hafliðason og Arnar Guðmundsson frá Íslandsstofu. Þetta er liður í verkefni hjá þeim sem miðar að því að fá betri yfirsýn um fjárfestingar tækifæri vítt og breitt um landið. Til Íslandsstofu leitar fjöldi fjárfesta erlendra sem hérlendra og hefur aukist á undanförnum misserum. Í rauninni er allt undir en sérstakur áhugi hefur ferðaþjónustu á Íslandi verið sýndur. Hugmyndir að stóru gagnasafni yfir fyrirtæki og einstaklinga á Íslandi sem leita fjárfesta eða meðeigenda, voru ræddar. Slíkt gagnasafn yrði lagskipt hvað aðgengi varðar m.t.t. viðkvæmni upplýsinga. Slíkt gæti orðið til að auka líkurnar á að „þolinmótt“ fjármagn fáist í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi vítt og breitt um landið.