Frumniðurstöður rannsóknar um búsetuskilyrði til sveita kynnt

VífillFréttir

Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV og dósent við HA, kynnti frumniðurstöður rannsóknar um búsetuskilyrði til sveita föstudaginn 28. september s.l. SSV fékk styrk úr Byggðarannsóknasjóð til að ráðast í þetta verk og mun rannsóknin standa yfir fram á vor. Nú þegar er fyrirhuguð önnur málstofa í mars 2019 að Hólum þegar fleira liggur fyrir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin ber titilinn: Öll él birtir upp um síðir: Hver er framtíðarsýn fólks sem býr í sveitum landsins og hvernig sker hún sig frá þeim sem búa í minni þéttbýlissamfélögum. Hér má heyra erindið í fullri lengd (smellið hér). Erindið er 32 mínútur í flutningi. Hér er frétt sem kom í morgunfréttum RÚV mánudaginn 1. október og byrjar hún 2:40 mínútum eftir að fréttatíminn hefst (smellið hér).