Meirihluti vestlenskra sveitarfélaga kemur vel út í nýrri samantekt sem SSV birtir í dag. Ef horft er til allra sveitarfélaga á Vesturlandi þá liggur fjárhagslegur styrkur vestlenskra sveitarfélaga helst í hagfelldum skatttekjum, veltufé frá rekstri og skuldastöðu. Veikleikinn felst aðallega í háum launakostnaði og óhagstæðri íbúaþróun. Sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi komu betur út í þessum samanburði en þau sem eru á norðanverðu Vesturlandi.
Mynd: SkessuhornÍ þessum nýja Hagvísi er kynnt ný framsetning á fjármálum sveitarfélaga á Vesturlandi og kallað fjárhagsvísar. Þar er horft til níu mismunandi þátta um fjárhag sveitarfélaga til skemmri og lengri tíma. Þetta eru þættirnir skatttekjur, laun, veltufé frá rekstri, fjárfestingar, skuldir og skuldbindingar A-hluta, skuldir og skuldbindingar A og B-hluta, íbúaþróun og fjöldaþróun ungs fólks. Þess utan er horft til einskonar heildareinkunnar sem byggir á öllum fyrrnefndum þáttum og dregur þá saman í einn. Heildareinkunn byggir jafnframt á samanburði við önnur sveitarfélög en fyrir hvert sveitarfélag voru valin samanburðarsveitarfélög úr öðrum landshlutum sem voru svipuð hvað varðar íbúafjölda og uppbyggingu atvinnulífs.
Skýrsluna má lesa hér