Ferðaþjónusta skiptir máli á Vesturlandi og færist í aukana

VífillFréttir

Mikill munur er á vægi ferðaþjónustu eftir íslenskum sveitarfélögum eða allt frá því að bera uppi um 1% útsvarstekna þeirra í rúmlega 50% – en meirihluti tekna sveitarfélaga eru útsvarstekjur. Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi eru meðal 20 efstu sveitarfélaga að þessu leyti, en sveitarfélög eru nú 62 á landinu. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarbyggð og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Tilefnið af þessari samantekt eru frekari hugmyndir ríkisstjórnarinnar um  hækkun skatta á tilteknar atvinnugreinar og er ferðaþjónustan undir að þessu sinni. Glefsuna má finna með því að smella hér.