Elísabet Haraldsdóttir lét af störfum sem menningarfulltrúi Vesturlands 1 júlí s.l. eftir 13 ára farsælt starf. Elísabet var ráðin til starfa sem menningarfulltrúi árið 2006 eftir að Menningarráð Vesturlands var stofnað og sveitarfélögin á Vesturlandi höfðu gert samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stuðning við menningarstarf. Eftir að Menningarráðið var lagt niður í árslok 2013 var starf menningarfulltrúa fært undir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þakkar Elísabetu fyrir afar farsælt og árangursríkt starf.