BARNÓ – BEST MEST VEST kallar eftir atriðum til þátttöku!

SSVBarnó, Fréttir

Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Nú er komið að því að móta dagskrána og því er kallað eftir atriðum sem geta auðgað hátíðina.

Hátíðin býður upp á vettvang fyrir fjölbreytta listsköpun og verkefni. Þeir sem hafa hugmyndir um að standa fyrir smiðjum, tónlistarflutningi, sviðslistum, listhandverki, kvikmyndagerð eða öðrum skapandi viðburðum eru hvattir til að taka þátt. Við köllum eftir fjölbreyttum hugmyndum og markmiðið er að börn og ungmenni á Vesturlandi fái tækifæri til að upplifa og skapa í sameiningu.

BARNÓ – BEST MEST VEST er hátíð sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir barnamenningu. Hún er fjölbreytt, lifandi og skapar rými fyrir nýsköpun og tengsl milli listafólks, skóla, stofnana og samfélagsins alls. Með þátttöku einstaklinga, hópa og félagasamtaka verður til dagskrá sem endurspeglar styrkleika og litróf menningarstarfs á Vesturlandi.

Skráning á atriði fer fram í gegnum skráningarformið hér og er skilafrestur til að skila inn hugmyndum 9. september. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að skrá sig og taka þátt í að gera hátíðina að lifandi!