Barnamenningarhátíð Vesturlands – sem haldin verður í fyrsta skipti yfir allan landshlutann í haust hefur hlotið nafn. Dómnefnd, skipuð börnum víðsvegar að af Vesturlandi hittust á Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi og völdu nafnið. Þau gerðu gott betur, en slagorð hátíðarnnar var valið úr tillögunum.
Sú tillaga sem var hlutskörpust var Barnó og er höfundur hennar Kristín Lind Estrajher sem er í öðrum bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Höfundur slagorðins BEST MEST VEST er Björn Ágúst Dal Stefánsson sem er í fjórða bekk en hann er einnig nemandi við Grunnskólann í Borgarnesi. Sigurvegararnir fengu viðurkenningarskjal og bekkirnir þeirra fá pizzaveislu með öllu tilheyrandi að launum fyrir tillöguna. Það er því von á góðu fyrir annan og fjórða bekk í Borgarnesi í haust! Starfsfólk SSV sendir Kristínu Lind og Birni Ágústi innilegar hamingjuóskir með árangurinn!
Alls bárust hvorki meira né minna en 167 tillögur í samkeppnina sem var opin öllum börnum á Vesturlandi til þátttöku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina sem að þessari góðu niðurstöðu. Það þurfti þó að leggja höfuð í bleyti bókstaflega, en dómnefndin kom við í Hopplandi á Akranesi og tók nokkrar dýfur í sjóinn til að efla skapandi hugsun!
Dómnefndina skipuðu fulltrúar af Vesturlandi en þau voru Aldís Ingibjörg Ísólfsdóttir frá Akranesi, Alexandra Agla Jónsdóttir frá Búðardal, Baldur Rafn Arnarsson frá Borgarnesi og systkinin Soffía Margrét og Þorgrímur Þórðarbörn frá Ölkeldu á Snæfellsnesi. Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV var trúnaðarmaður keppninnar sem var leynileg, en honum til aðstoðar voru Anna Sigríður Guðbrandsdóttir myndmenntakennari og Dagur Sigurður Sigursteinsson nemandi í fjórða bekk. Er dómnefnd og sjálboðaliðum færðar þakkir fyrir frábær störf!
Barnó – Best Mest Vest verður haldin sem fyrr segir í október og eru öll sveitarfélögin á Vesturlandi samstarfsaðilar í verkefninu. Verklagsreglan er að börn skapi – njóti – taki þátt og er undibúningur þegar hafin á flestum svæðum. Hátíðin er fjármögnuð með Sóknaráætlun Vesturlands en auk þess hlaust styrkur úr Barnamenningarsjóði Íslands.
Hér má sjá myndband á Instagram frá störfum dómnefndar og afhjúpun heitisins.


