![](https://ssv.is/wp-content/uploads/2025/02/8833-tadoghvad.jpg)
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í tvo sjóði sem styrkja barnamenningarverkefni. Annars vegar er það List fyrir alla, sem er verkefni á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins með það að markmiði að veita börnum á grunnskólaaldri um land allt aðgang að gæða menningarefni óháð búsetu eða efnahag. List fyrir alla kallar eftir styrkumsóknum að menningarverkefnum ætluðum börnum um land allt, og getur listafólk, félagasamtök og stofnanir sent inn umsóknir, en umsóknarfrestur er 16. mars. Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.
Þá hefur verið opnað fyrir umsóknir í barnamenningarsjóð. Sjóðurinn hefur það að markmiði að efla barnamenningu um land allt og eins getur listafólk, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem sinna menningarstarfi sótt um. Umsóknarfrestur er til 4. apríl klukkan 15:00. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins.