Barnamenningarhátíð á Akranesi fær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands

SSVFréttir

Í ár var ákveðið að styrkja Barnamenningarhátíð á Akranesi með framlagi úr Sóknaráætlun Vesturlands. Undanfarin ár hafa barnamenningarhátíðir í landshlutanum verið styrktar með þessum hætti, en það var í fyrsta skipti gert árið 2017. Síðast var hátíðin haldin í Reykholti í Borgarfirði og þar á undan á Snæfellsnesi með góðum árangri. Samkvæmt Menningarstefnu Vesturlands 2016-2019 er lögð áhersla á að efla menningu barna og ungmenna. Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað er verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar 2020. Áhersla er lögð á vítt samstarf menningar- og menntastofnanna á Akranesi. Þá er Hvalfjarðarsveit hluti af verkefninu en sveitarfélögin eru í samstarfi með menningar- og safnamál.

Á meðfylgjandi mynd eru Ella María Gunnarsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri menningarmála hjá SSV rita undir samkomulag um verkefnið, en samtökin eru umsjónaraðili Sóknaráætlunar Vesturlands.

Ella María Gunnarsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson