Undanfarin ár hefur barnamenningarhátíð verið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Sá hátturinn hefur verið hafður á að hátíðin hefur ferðast á milli þriggja svæða í landshlutanum og fór hátíðin fram árið 2022 í Snæfellsbæ með miklum sóma.
Í ár er komið að Borgarbyggð og hefur SSV sem umsjónaraðili Sóknaráætlunar Vesturlands gert samkomulag við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um að hafa umsjón með undirbúningi og skipulagi Barnamenningarhátíðar 2023. Spennandi breytingar eru á döfinni hjá Tónlistarskólanum, en hann mun verða að Listaskóla Borgarbyggðar þar sem áhersla er ekki eingöngu lögð á tónlistarkennslu, heldur einnig almenna listkennslu eins og myndlist og sviðslistir. Það er því vel við hæfi að skólinn taki við keflinu og annist Barnamenningarhátíð í ár.
Í Menningarstefnu Vesturlands er meðal annars getið á um að barnamenningarhátíðir séu haldnar reglulega á mismunandi stöðum á Vesturlandi og að börn og ungmenni geti notið fjölbreyttrar menningar óháð búsetu, efnahag eða uppruna. Er verkefnið liður í að efna þau markið, auk þess sem góð tengsl eru við verkefnið List fyrir alla sem hefur sömu markmið.
Á meðfylgjandi mynd eru Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Sigfríður Björnsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar (verðandi Listaskóla Borgarbyggðar) við undirritun samningsins.