Aukaíbúðir á Vesturlandi

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og fjallar hann um aukaíbúðir á Vesturlandi. Aukaíbúð er íbúð í eigu aðila sem er búsettur í annarri íbúð. Heildarfjöldi íbúða í landinu var 157.551 í september 2024 og hafði fjölgað um 19% frá 2017. Aukaíbúðir voru 50.229 á sama tíma og hafði fjölgað um 11.781 eða 31% frá 2017 og voru þá 29% af heildinni. Af heildinni voru aukaíbúðir hlutfallslega flestar á Vesturlandi í september 2024 í Borgarbyggð 29,5%, næstflestar í Grundarfjarðarbæ 28,2% og þar næst 25,8% í Akraneskaupstað. Aðeins 13 önnur sveitarfélög á landinu voru með hærra hlutfall en Borgarbyggð að þessu leyti. Fæstar voru þær á Vesturlandi í Skorradalshreppi 6,8%, næstfæstar í Hvalfjarðarsveit 18,6% og síðan 19,1% í Dalabyggð. Nálgast má Hagvísinn í heild sinni á þessari slóð (SMELLIÐ HÉR).