Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

SSVFréttir

Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Pólsk stjórnvöld leggja til 5. milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 – 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.

Verkefnin þurfa að beina sjónum að minnst einu eftirfarandi áhersluatriða:

  • Frumkvöðlum í menningu
  • Ná til stærri áheyrendahóps
  • Minnihlutahópum

Fyrsta skref íslenskra umsækjenda er að tryggja pólskan samstarfsaðila. Hægt er að leita að pólskum samstarfsaðila í gagnabanka eftir sviðum, og birtist þá listi yfir hugsanlega samstarfsaðila.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís.