Atvinnusókn Vestlendinga

VífillFréttir

Í dag kom út ný Glefsa. Þar er farið yfir svör nokkurra spurninga úr Íbúakönnun landshlutanna sem tengjast atvinnusókn Vestlendinga. Þetta voru spurningarnar 1) Í hvaða sveitarfélagi starfar þú / er starfsstöð þín? 2) Að hvað miklu leyti hefur þú val um að sinna starfi þínu hvar sem er og að kalla megi þitt starf óstaðbundið? Fram kemur m.a. að íbúar Akranessvæðis sækja hlutfallslega mikið á höfuðborgarsvæðið borið saman við íbúa annarra landshluta og margir þeirra eru í óstaðbundnu starfi ásamt Snæfellingum. Glefsuna má finna í heild sinni hér (SMELLIÐ HÉR).