Akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir nemendur og almenning fær hátt í 13 milljónir að styrk

SSVFréttir

Í vikunni barst jákvætt svar frá Byggðastofnun þar sem fengust 12.850.000kr.- í tilraunaverkefni til að samþætta og opna akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir bæði nemendur og almenning. Þannig verður m.a. hægt að bjóða framhaldsskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal  í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Markmiðið er að bæta þjónustu við nemendur og almenning sem og að skapa betri nýtingu í rekstri þessara þjónustuþátta.