Þann 26. mars fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og fleiri stofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi á seturétt á þessum aðalfundum og mættu fulltrúar úr öllum landshlutanum. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunar á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Eftir hádegi fóru fram aðalfundir Sorpurðunar Vesturlands og aðalfundur SSV þar sem reikningar voru lagðir fram og farið yfir starf liðins árs ásamt öðrum venjubundnum aðalfundarstörfum.
Á aðalfundi SSV var kosinn nýr formaður, Ragnar B. Sæmundsson á Akranesi tekur við af Guðveigu Eyglóardóttur úr Borgarnesi sem setið hefur sem formaður undanfarin þrjú ár en Guðveig mun sitja áfram í stjórn. Líf Lárusdóttir á Akranesi gaf ekki kost á sér áfram í aðalstjórn og tók Einar Brandsson við sæti hennar. Ný í varastjórn var kosin Ragnheiður Helgadóttir á Akranesi.
Hér má sjá svipmyndir frá deginum að Hótel Hamri í Borgarnesi.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingu Vesturlands flytur ársskýrslu stofnunarinnar.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar og formaður stjórnar Símennunar á Vesturlandi stýrir umræðum. Guðrún Vala Elísdóttir framkvæmdastjóri Símenntunar svarar fyrirspurnum á aðalfundi stofnunarinnar.
Fundargestir að Hótel Hamri.
Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands flytur ársskýrslu sína.
Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands fer yfir helstu verkefni félagsins á liðnu ári.
Guðveig Lind Eyglóardóttir gerir hlé á ræðu sinni sem formaður SSV til að brosa fyrir myndatöku.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar flutti ávarp á fundinum, sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi til innblásturs.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands í ræðupúlti.

Starfsfólk SSV.
Guðveig Eyglóardóttir lét af formennsku SSV eftir þrjú farsæl ár í starfi. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV þakkaði henni vel unnin störf að aðalfundi loknum.