Að flytja úr borginni út á land

VífillFréttir

Fyrir rúmri viku fjallaði Gísli Einarsson um búferlaflutninga úr borginni eða stóru þéttbýli í þau minni eða í dreifbýlið (SMELLIÐ HÉR). Vífill Karlsson hjá SSV var einn viðmælenda og studdist hann í umsögn sinni m.a. við rannsókn sem birt var á þessu ári í erlendu tímariti (SMELLIÐ HÉR) og sýnir að fasteignaverð er einn af þeim þáttum sem leika þarna hlutverk. Barnafjölskyldur voru reyndar í brennidepli rannsóknarinnar og þær sérstaklega viðkvæmar fyrir háu fasteignaverði. Rannsóknin er til í annarri mynd á Íslensku líka (SMELLIÐ HÉR). Annað sem kom fram í rannsókn þessari er að fasteignaverð leikur svipað hlutverk gagnvart eldri borgurum: Eldri borgarar færa sig úr samfélögum þar sem hátt fasteignaverð ríkir til svæða þar sem það er lægra. Fleira áhugavert er þarna að finna.