Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Auglýsir eftir háskólamenntuðum starfsmanni með viðskiptamenntun í starfsstöð sína í Borgarnesi. Starfið felst í atvinnuráðgjöf og viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og geta tekist á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf fljótlega.

Umsóknum stal skilað til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Bjarnarbraut 8 310 Borgarnesi fyrir 1. mars nk.

Nánari upplýsingar veita Hrefna s. 863-7364 og Ólafur s. 892-3208

Atvinnuráðgjöf Vesturlands er rekinn af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi skv. samningi við Byggðastofnun. Hlutverk atvinnuráðgjafar er að vera fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarstjórnum til ráðgjafar og aðstoðar á sviði atvinnumála og er hluti af stoðkerfi hins opinbera við uppbygginu atvinnulífs á svæðinu. Jafnframt fæst Atvinnuráðgjöfin ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi við metnaðarfull verkefni á sviði byggðaþróunar og búsetuskilyrða á starfssvæðinu sem nær frá Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns.