Þann 11.desember s.l. voru útskrifaðar á Hótel Framnesi í Grundarfirði sjö konur af Brautargengisnámskeiði sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur haldið undanfarin ár við vaxandi vinsældir. Auk NMI stóðu að námskeiðinu á Grundarfirði, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. En þetta er í annað Brautargengisnámskeiði sem haldið er hérna á Vesturlandi árið 2007.
Útskriftarhópur – Brautargengi á Grundarfirði
Kristín Björg Árnadóttir, atvinnuráðgjafi SSV var umsjónarmaður verkefnsins sem staðið hefur síðastliðnar 15 vikur og lauk með útskrift, eins og áður segir.
Útskriftin var haldin á Hótel Framnesi í Grundarfirði og voru viðstaddir útskriftina Arnheiður Jóhann sdóttir, verkefnastjóri Brautargengis Impru, Sigurður Steingrímsson, forstöðumaður Impru á Akureyri, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri Grundarfjarðar, Ólafur Sveinsson forstöðumaður SSV þróun og ráðgjöf, Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkv.stjóri Landnámsseturs Íslands.