Málstofa um atvinnuþróun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjudaginn 18. september stendur Vaxtarsamningur Vesturlands fyrir málstofu um atvinnuþróun. Aðalræðumaður verður skotinn Calum Davidson, sem er sérfræðingur í þekkingarhagkerfum hjá atvinnuráðgjöf skosku Hálandanna.

Málstofan ber yfirskriftina Smart Regionsdeveloping a Knowledge Economy at the Periphery

Eins og yfirskriftin ber með sér mun Calum fjalla um hvernig hægt sé að þróa þekkingartengdar atvinnugreinar í dreifbýlum héröðum.

Þetta viðfangsefni er sérlega áhugavert fyrir Vesturland, þar sem svæðið er í fararbroddi hérlendis í að styrkja þekkingartengdar atvinnugreinar sem mótvægi við samdrátt í sjávarútvegi og landbúnaði.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Hún hefst kl. 10.00 á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi.