Vaxtarsamningur Vesturlands auglýsir styrki

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir til Vaxtarsamnings Vesturlands.

Styrkir geta verið vegna stofnunar tengslanets, námskeiðahalds, rannsóknar- eða greiningarvinnu, ráðgjafar eða sameiginlegra verkefna. Ekki er veitt styrkjum til fjárfestingar í fyrirtækjum, reksturs fyrirtækja/stofnana, eða til stofnkostnaðar á búnaði, byggingum eða tækjum.


Vaxtarsamningur Vesturlands hefur um 15 milljónir til úthlutunar árið 2007, en auk þess geta umsækendur sótt um styrk í sérfræðiaðstoð sérfræðinga hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Byggðastofnun, Iðntæknistofnum og fleiri aðilum.

Alls staðar er gert ráð fyrir helmings framlagi umsækenda – annað hvort í formi fjármögnunar eða vinnuframlags.