Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna

SSVFréttir

Arnar Sigurðsson hjá samfélagslegu tilraunstofunni Austan mána ríður á vaðið í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar og fjallar hann um frumkvöðlaferlið. Arnar er flestum hnútum kunnugur á því sviði, er bæði frumkvöðull sjálfur, jafnframt því sem hann hefur aðstoðað fjölda fólks við að koma verkefnum sínum á koppinn. Arnar hefur lengi verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands, til að mynda sem fyrirlesari, ráðgjafi og kennari á háskólastigi og síðast en ekki síst við að þróa og leiða hafnar.haus, sem er vinnurými og samfélag um 250 listamanna, frumkvöðla og annars skapandi fólks í miðbæ Reykjavíkur.

Frumkvöðlaferlið verður á TEAMS, þriðjudaginn 7. janúar og hefst kl. 12. Erindið tekur um 45 mínútur og í kjölfarið gefst kostur á að leggja fram spurningar. Fundurinn verður tekinn upp.
Smellið hér til að komast á fundinn. 

Forvitnir frumkvöðlar eru sameiginleg mánaðarleg fræðsluerindi landshlutasamtakanna Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Fræðsluhádegin eru öllum opin, en þau gagnast sérlega vel frumkvöðlum og áhugafólki um nýsköpunarsenuna.

Næst á dagskrá í Forvitnum frumkvöðlum:

4. febrúar – Umsóknarskrif
4. mars – Gervigreind og styrkumsóknir
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform