Samtök sveitarfélaga hafa gefið út Hagvísi um vinnumarkaðinn á Vesturlandi eftir Vífil Karlsson.
Þar er einkum horft til þess hvort menntun hafi áhrif á tekjumyndun á Vesturlandi, þ.e. hvort hún sé metin að verðleikum á vinnumarkaði Vesturlands. Gerð var tilraun til að meta arðsemi menntunar og niðurstöður bornar saman við niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á sambærilegum útreikningum.