Aðalfundur SSV sem fram fór á Hótel Hamri miðvikudaginn 3. Apríl s.l. samþykkti eftirfarandi ályktun um fyrirhugaða skerðingu á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ályktun aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna áforma um skerðingu tekna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór á Hótel Hamri í Borgarnesi miðvikudaginn 3 apríl 2019 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aðalfundur …
Umræða og bókun stjórnar SSV um stöðu landbúnaðar á Vesturlandi.
Á síðasta fundi stjórnar SSV varð töluverð umræða um stöðu landbúnaðar á Vesturlandi og frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á ófrystu kjöti. Vegna þess samþykkt stjórn eftirfarandi bókun um málið: Tímamót eru að verða í umhverfi landbúnaðar með tilkomu aukins innflutnings á kjöti til landsins, ef tekið er mið af frumvarpi landbúnaðarráðherra um innflutning á ófrystu kjöti. Vesturland er landbúnaðarhérað og …
Aðalfundur SSV 2019
Aðalfundur SSV, Hótel Hamri Borgarnesi, kl. 14:30 – 3. apríl 2019 Dagskrá Skýrsla stjórnar, félaga og rekstrareininga, sem SSV ber ábyrgð á um starfsemi liðins árs Ársreikningar SSV og þeirra félaga sem SSV ber fjárhagslega ábyrgð á Fjárhagsáætlun 2019 – Samþykkt á Haustþingi SSV 2018 Starfsáætlun 2019 – Samþykkt á Haustþingi SSV 2018 Kosning í stjórn SSV – Samkvæmt lögum …
Aðalfundadagur á Hótel Hamri
Aðalfundadagur – Dagskrá miðvikudaginn 3. apríl 2019 Kl.09.30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10.15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11.15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands Kl.12.15 Hádegisverður Kl.13.00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands Kl.14.00 Kynning á rekstri Vesturlandsstofu Kl.14.30 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Hér undir verður lagður fram ársreikningur þjónustusvæðis Vesturlands um málefni fatlaðra.
Styrkveitingar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Síðast liðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Klifi í Ólafsvík og var sérstaklega ánægjuleg góð mæting styrkhafa þrátt fyrir að veðráttan hafi ekki verið með besta móti. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í desember s.l. og bárust 130 umsóknir. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina. Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands ásamt Svölu Svavarsdóttur, verkefnastjóra SSV og Helgu Guðjónsdóttur, formanni …
Byggðafesta og búferlaflutningar
Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum með færri en 2.000 íbúa. Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Láttu rödd þína heyrast! Nánari upplýsingar má finna hér Könnun á íslensku: www.byggdir.is Survey in english: www.byggdir.is/english Ankieta w jezyku polskim: www.byggdir.is/polski
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Klifi, Ólafsvík
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í desember s.l. Alls bárust 130 umsóknir. Úthlutunarnefnd ákvað á fundi sínum 7. mars s.l. að úthluta samtals kr. 46.838.000 til 82 umsókna. Úthlutunarhátíð sjóðsins verður haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 14:00.
Skipulag um loftslag, landslag og lýðheilsu
Kynningar- og samráðsfundur um gerð landsskipulagsstefnu í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars 2019 kl. 15-17. Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Lýsing Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl …
„Að sækja vatnið yfir lækinn“ ráðstefna
Það styttist í ráðstefnuna „Að sækja vatnið yfir lækinn“ sem er tileinkuð nýsköpun og atvinnulífi og á erindi við alla sem búa og starfa á Vesturlandi. Kynnið ykkur dagskrána og skráið ykkur á viðburðinn inni á www.akranes.is/ Dagskrá má finna hér. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Hvers vegna ættu ríkisstofnanir að vera utan höfuðborgarsvæðisins?
22. febrúar sl. flutti Vífill Karlsson erindi um það hvers vegna ríkisstofnanir ættu að vera utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var á ráðstefnunni Ríkisstofnun úti á landi – búbót eða basl? sem Landmælingar Íslands efndu til í tilefni af 20. ára flutningsafmælis þeirra upp á Akranes. Þar sagði Vífill að þrátt fyrir áform ráðamanna um annað hafi hið opinbera vaxið mjög hratt …