Landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi
Í dag kom út skýrslan landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi. Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur garðyrkju á Íslandi voru 6,1 ma.kr. árið 2017 á meðan þær voru 73,2 ma.kr. í öllum landbúnaði á Íslandi. Tekjurnar höfðu aukist um 800 milljónir króna á tímabilinu 2008-2017 eða 13% að raungildi en 13 ma.kr. í öllum landbúnaði. Sé horft til skiptingar …
Öflugri sveitarfélög
Skýrsla um áhrif lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga var nýlega kláruð fyrir sveitarstjórnarráðuneytið og tók Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV þátt í gerð hennar. Á vef RÚV má meðal annars finna þetta um hana. „Hagræðing sem hlýst af því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við eitt þúsund er um 3,6 til 5 milljarðar króna á ári, samkvæmt greiningu sem gerð var fyrir …
Rúmlega 700 grunnskólanemar mættu á Tæknimessu í FVA
Fimmtudaginn 10. október var haldin Tæknimessa í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi (FVA). Á Tæknimessu var nemendum úr öllum grunnskólum á Vesturlandi boðið í heimsókn í FVA þar sem skólinn kynnti iðnnámsbrautir sínar, auk þess sem nokkur öflug iðnfyrirtæki á Vesturlandi kynntu sína starfsemi. Yfir 700 grunnskólanemar heimsóttu skólann og eftir að nemendur fóru í gegnum messuna var þeim boðið í …
Sigursteinn ráðinn verkefnastjóri hjá SSV
Sigursteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSV. Sigursteinn er arkitekt að mennt og hefur starfað sem slíkur í Borgarnesi undanfarin átta ár en auk þess starfaði hann að sérverkefnum fyrir SSV á árunum 2012 til 2014. Sigursteinn hefur í gegnum tíðina komið að ýmsum verkefnum á Vesturlandi, hann var einn af stofnendum Vitbrigða Vesturlands sem eru samtök fólks í …
Úttekt á virkjunarkostum á Vesturlandi
Nýverið var gengið frá samningi á milli SSV og Arnarlækjar um úttekt á virkjunarkostum á Vesturlandi. Arnarlækur tekur að sér að skoða og greina allt að 70 mögulega virkjunarkosti á Vesturland, þar sem sérstök áhersla er lögð á virkjanir af stærðargráðunni 50kW til 10MW. Arnarlækur hefur þegar hafið vinnu við verkefnið og er áætlað að því ljúki í lok mars …
Fram á völlin- nýksöpun í sveitum landsins
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins boða til kynningarfundar um verkefnið Fram á völlinn sem kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins stóð að.Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði. Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust. Kynningarfundir um …
Haustþing SSV var haldið að Klifi í Ólafsvík
Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldið í Klifi í Ólafsvík 25.september s.l. Eggert Kjartansson formaður SSV setti þingið. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri fór yfir fjárhags- og starfsáætlun SSV fyrir árið 2020 og Margrét Björk Björnsdóttir forstöðumaður kynnti starfsáætlun Markaðsstofu Vesturlands. Þá var kynnt tillaga að Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2040 sem unnin var í samstarfi við Capacent ráðgjöf og var samþykkt að …
Skrifstofa SSV lokuð 25. september vegna Haustþings
Skrifstofa SSV verður lokuð miðvikudaginn 25. september n.k. vegna Haustþings SSV í Snæfellsbæ. Ef um áríðandi erindi er að ræða er hægt að hringja í síma: 899-6920 Sædís. Starfsmenn SSV