Viljum benda á styrki á vegum Rannís, umsóknarfrestur er til kl. 15:00 mánudaginn 17. febrúar n.k. Atvinnuráðgjafar SSV geta aðstoðað við umsóknarskrif. Tækniþróunarsjóður- Vöxtur , Sprettur Sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/fyrirtaekjastyrkur-vaxtarsprettur Tækniþróunarsjóður- Markaður Sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/markadsstyrkur/bruarstyrkir Tækniþróunarsjóður – Sproti sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/fyrirtaekjastyrkur-sproti Æskulýðssjóður Nánari upplýsingar hér: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/
Atvinnumál kvenna styrkir
Ertu með góða hugmynd? Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 lausa til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju …
Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands – fréttabréf janúarmánaðar
Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands hefur gefið út fyrsta fréttabréf ársins. 01 Fréttabréf – janúar 2025
Landsstólpinn 2025: kallað eftir tilnefningum
Byggðastofnun kallar eftir tilnefningum um handhafa Landsstólpans 2025. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar. Vestlendingar eru hér með hvattir til að líta yfir farin veg og láta vita af þeim sem hafa skarað fram úr og lagt af mörkum til byggðamála.
Þórunn Jónsdóttir flutti fyrirlestur tvö í fyrirlestraröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“, sem haldin er á vegum landshlutasamtakanna
Upptaka af fyrirlestri númer tvö í fyrirlestrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ er nú fáanleg. Þórunn hefur á ferli sínum skrifað hundruð umsókna og þekkir því vel hversu flókið það getur verið að semja góða umsókn. Í fyrirlestrinum deildi hún reynslu sinni af því hvað styrkumsóknir eiga sameiginlegt, óháð því hvar er sótt um, og hvað hefur reynst best til árangurs hingað til. …
Forvitnir frumkvöðlar: Umsóknarskrif
Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu! Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12:00. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur …
Sóknaráætlun Vesturlands 2025 – 2029 var undirrituð í dag
Sóknaráætlun Vesturlands 2025 – 2029 var undirrituð í Norræna húsinu í dag. Stefnumótandi áætlun sem unnið var að á síðasta ári með aðkomu fjölbreytts hóp fólks. Í Sóknaráætlun er farið inn á markmið næstu ára er lúta að mannauð & velferð, menningu & skapandi greinum, umhverfi & loftslagi og atvinnu & nýsköpun.
Sveitarstjórnarfólk af Vesturlandi fundaði með nýjum þingmönnum NV-kjördæmis
Stjórn SSV ásamt oddvitum og bæjar-og sveitarstjórum á Vesturlandi funduðu með nýjum þingmönnum Norðvestur- kjördæmis í síðustu viku. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir þingmönnum helstu áherslur sveitarfélaganna á Vesturlandi í ýmsum mikilvægum málum eins og þær birtast í ályktunum frá Haustþingi SSV 2024. Á fundinum var m.a. farið yfir samgöngumál, raforku og fjarskipti, málefni fatlaðra, löggæslu, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, nýsköpun …
Efni SSV vekur athygli
Vífill Karlsson var gestur í þættinum Samfélaginu á RÚV síðastliðinn föstudag. Þar ræddi hann meðal annars um aukaíbúðir, sem er viðfangsefni nýjasta Hagvísis Vesturlands, en líka íbúakannanir landshlutanna og ýmislegt tengt þeim. Þá voru nýlegar rannsóknir Rannsóknarstofnunar í byggða- og sveitarstjórnarmálum (RBS) ræddar. Þ.á.m. stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga, þjónustu þeirra og hvaða ályktanir megi draga af þeim varðandi væntan árangur …
Útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands: 68 verkefni hlutu styrk
Föstudaginn 24. janúar fór fram útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Grundarfirði. Úthluað var tæplega 48,5 mkr. og hlutu 68 verkefni styrk. Þetta var fyrri útlutun ársins og endurspeglar áframhaldandi stuðning sjóðsins við nýsköpun, atvinnuþróun og menningu á Vesturlandi. Alls bárust 111 umsóknir í þessari útlutun, sem sýnir þann mikla áhuga á stuðningi við framfarir og þróun í landshlutanum. Verkefnin sem …