Vífill Karlsson hélt erindi á Innviðaþingi þann 28. ágúst sl. Það bar titilinn: Sterkari innviðir og stærri sveitarfélög efla lífsgæði. Þar reifaði hann megin niðurstöður nokkurra rannsókna sinna yfir nokkuð langt tímabil. Þar færði Vífill rök fyrir því að innviðir væru íbúum mjög mikilvægir og styddu við búsetu um allt land. Að fjarskiptakerfið væri almennt gott á landinu en alls …
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst n.k. í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort …
Sinfó í sund
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í samstarfi við RÚV hinn árlega viðburð Klassíkin okkar í Hörpu föstudaginn 29. ágúst. Yfirskrift tónleikanna er að þessu sinni Söngur lífsins og á efnisskránni eru mörg af ástsælustu sönglögum þjóðarinnar. En tónleikarnir eru sérstakir að því leitinu til að Sinfóníuhljómsveitin, RÚV og landshlutasamtökin tóku höndum saman og settu af stað verkefnið Sinfó í sundi sem gengur …
Starfamessur á Vesturlandi 2025
Starfamessa 2025 er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Haldnar verða þrjár starfamessur í öllum framhaldsskólum á Vesturlandi ● Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði þann 30. september ● Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranes (FVA) þann 3. október. ● Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) þann 14. október Hvað er Starfamessa? Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og …
BARNÓ – BEST MEST VEST kallar eftir atriðum til þátttöku!
Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Nú er komið að því að móta dagskrána og því er kallað eftir atriðum sem geta auðgað hátíðina. …
Alzheimersamtökin og tengiráðgjafi SSV með fræðslufundi á Snæfellsnesi
Alzheimersamtökin bjóða til fræðslu á Snæfellsnesi dagana 26. og 27. ágúst í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi þar sem starf samtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun, góð samskipti og stuðning við aðstandendur. …
Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð rennur út á hádegi 25. ágúst
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í …
Umsóknarfrestur til kl.12 á hádegi 25 ágúst n.k. Atvinnu og nýsköpunarstyrkir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í september og …
Fermetraverð á Vesturlandi færist nær því sem sést í Reykjavík
Ný Glefsa kom út í dag sem bar titilinn: „Íbúðaverð víða um land gagnvart Reykjavík“. Þar kemur fram að munur á fermetraverði einbýlishúsa á Vesturlandi gagnvart Reykjavík lækkar ef marka má viðskipti fyrsta hálfa árið 2025 borið saman við lengra tímabil (2021-2025). Minnstur er þessi munur 2021-2025 gagnvart Akraneskaupstað þar sem fermetraverð var 27% lægra, 42% í Borgarbyggð og 45% …
Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu
Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga á fundinum …


