Símenntunarmiðstöð Vesturlands vekur athygli á áhugaverðum vefnámskeiðum fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu á Vesturlandi. Það er annars vegar „Næring aldraðra“ þar sem næringarfræðingarnir Ólöf Helga Jónsdóttir og Margrét Þóra Jónsdóttir sjá um. Þar verður meðal annars farið yfir ráðleggingar í matarræði eldri borgara auk rætt um hvaða áhrif vannæring hefur á andlegri og líkamlegri vellíðan fólks á efri árum. Hins vegar …
Aðfluttir umfram brottflutta
Ný Glefsa kom út í dag og þar er fjallað um nýjar tölur um aðflutta umfram brottflutta á Vesturlandi. Þar virðist þróunin fara versnandi á Vesturlandi eftir nokkur góð ár. Þróunin er skoðuð frá 1986 til 2020 í þessari Glefsu fyrir Vesturland í heild borið saman við Suðurland og Suðurnes. Einnig er hvert sveitarfélag Vesturlands skoðað. Hér má nálgast Glefsuna. …
Tvö verkefni á Vesturlandi á sviði almenningssamgangna fá úthlutað 14 milljónum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 36 milljónum króna úthlutað til sjö verkefna fyrir árin 2021 og 2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt. Tvö verkefni á Vesturlandi hlutu styrk: Snæfellsnes – samræmt …
Áfangastaðurinn Vesturland kynntur á Vestnorden
Vestnorden ferðakaupstefnan hófst á mánudag í Reykjanesbæ og stendur til fimmtudags. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 36. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitti 17 styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna
Föstudaginn 1. október var haldin Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem veittir voru 17 styrkir til atvinnu- og nýsköpunarverkefna úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar einu sinni á ári til menningarverkefna en tvisvar á ári til atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina …
Viltu hrinda góðri hugmynd í framkvæmd innan þíns fyrirtækis og vantar fjármagn?
Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til 15.október 2021. Búið er að opna fyrir umsóknir í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna sem er nú að hefja sitt þriðja starfstímabil. Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin. Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er …
Greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir árið 2020 komin út
Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir sem byggja á samstöðu í hverjum og einum landshluta um framtíðarsýn, markmið og val á leiðum til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála, samkvæmt svæðisbundnum áherslum í sóknaráætlun landshlutans. Jafnframt er markmiðið að einfalda samskipti ríkis og …
Nýr vefur Listar fyrir alla opnaður
Nú hefur List fyrir alla opnað glæsilegan vef sem er gerður til að auka aðgengi barna og ungmenna að menningartengdri starfsemi um allt land. Á kortasjá má á einfaldan hátt sjá yfirlit yfir söfn, sýningar og setur sem bjóða börn og unglinga sérstaklega velkomin. Á Vesturlandi er fjöldi menningarhúsa sem standa til boða auk vinnustofa listamanna sem gleðja huga og …
NÝVEST – NET TÆKIFÆRA
VERTU MEÐ NÝVEST-NET TÆKIFÆRA Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST. Kynningarfundir verða á eftirtöldum …