Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu! Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12:00. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur …
Sóknaráætlun Vesturlands 2025 – 2029 var undirrituð í dag
Sóknaráætlun Vesturlands 2025 – 2029 var undirrituð í Norræna húsinu í dag. Stefnumótandi áætlun sem unnið var að á síðasta ári með aðkomu fjölbreytts hóp fólks. Í Sóknaráætlun er farið inn á markmið næstu ára er lúta að mannauð & velferð, menningu & skapandi greinum, umhverfi & loftslagi og atvinnu & nýsköpun.
Sveitarstjórnarfólk af Vesturlandi fundaði með nýjum þingmönnum NV-kjördæmis
Stjórn SSV ásamt oddvitum og bæjar-og sveitarstjórum á Vesturlandi funduðu með nýjum þingmönnum Norðvestur- kjördæmis í síðustu viku. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir þingmönnum helstu áherslur sveitarfélaganna á Vesturlandi í ýmsum mikilvægum málum eins og þær birtast í ályktunum frá Haustþingi SSV 2024. Á fundinum var m.a. farið yfir samgöngumál, raforku og fjarskipti, málefni fatlaðra, löggæslu, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, nýsköpun …
Efni SSV vekur athygli
Vífill Karlsson var gestur í þættinum Samfélaginu á RÚV síðastliðinn föstudag. Þar ræddi hann meðal annars um aukaíbúðir, sem er viðfangsefni nýjasta Hagvísis Vesturlands, en líka íbúakannanir landshlutanna og ýmislegt tengt þeim. Þá voru nýlegar rannsóknir Rannsóknarstofnunar í byggða- og sveitarstjórnarmálum (RBS) ræddar. Þ.á.m. stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga, þjónustu þeirra og hvaða ályktanir megi draga af þeim varðandi væntan árangur …
Útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands: 68 verkefni hlutu styrk
Föstudaginn 24. janúar fór fram útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Grundarfirði. Úthluað var tæplega 48,5 mkr. og hlutu 68 verkefni styrk. Þetta var fyrri útlutun ársins og endurspeglar áframhaldandi stuðning sjóðsins við nýsköpun, atvinnuþróun og menningu á Vesturlandi. Alls bárust 111 umsóknir í þessari útlutun, sem sýnir þann mikla áhuga á stuðningi við framfarir og þróun í landshlutanum. Verkefnin sem …
Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …
Helga atvinnuráðgjafi í Grundarfirði og Stykkishólmi
Helga verður í Grundarfirði frá kl.10-12 í Samvinnurýminu Grundargötu 30 og í Stykkishólmi frá kl.13-15 í Ráðhúsinu. hægt er að senda fyrirspurn á helga@ssv.is
Forvitnir frumkvöðlar fóru vel af stað
Á þriðjudag fór fram fyrsti fyrirlestur á vegum Forvitinna frumkvöðla, en það er heiti fyrirlestraraðar á vegum landshlutasamtakanna á Íslandi: Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Það var Arnar Sigurðsson sem reið á vaðið og fjallaði fyrirlestur hans um frumkvöðlaferlið, sem er vel við hæfi til að setja tóninn fyrir framhaldið hjá þeim fjölmörgu gerðum frumkvöðla sem fyrirfinnast …
Viðvera menningarfulltrúa
Sigursteinn verður á ferðinni um landshlutann í janúar!
Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
Arnar Sigurðsson hjá samfélagslegu tilraunstofunni Austan mána ríður á vaðið í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar og fjallar hann um frumkvöðlaferlið. Arnar er flestum hnútum kunnugur á því sviði, er bæði frumkvöðull sjálfur, jafnframt því sem hann hefur aðstoðað fjölda fólks við að koma verkefnum sínum á koppinn. Arnar hefur lengi verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands, til að mynda sem fyrirlesari, ráðgjafi og …