Mannamót Markaðsstofa landshlutanna – skráningu lýkur 19. des

SSVFréttir

Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Mannamót. Ísland hefur upp á margt að bjóða, allan ársins hring og …

Haustfundur atvinnuþróunarfélaga á Austurlandi dagana 7. og 8. nóvember sl.

SSVFréttir

Atvinnuráðgjafar og framkvæmdastjóri SSV sátu haustfund atvinnuþróunarfélaga á dögunum.  Dagskráin hófst með ráðstefnu í Valaskjálf þar sem Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, kynnti m.a. áhugaverða tölfræði og starfsemi á starfssvæði Austurbrúar í fyrsta erindi dagsins og þar á eftir fjallaði Arnar Sigurðsson hjá Austan mána um samstarf við Austurbrú um eflingu frumkvöðla og nýsköpunar á Austurlandi. Að loknum hádegisverði fjallaði …

Snjöll aðlögun í byggðaþróun – verkefnisstjóri DalaAuðs á ráðstefnu í Svíþjóð

SSVFréttir

Í vikunni sem leið tók verkefnisstjóri DalaAuðs þátt í vinnustofu á vegum Nordregio um snjalla aðlögun í byggðaþróun. Nordregio er norræn rannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í skipulags- og byggðamálum. Auk starfsmanns SSV fóru tveir starfsmenn Byggðastofnunar og einn frá Austurbrú á vinnustofuna sem haldin var í Stokkhólmi 27. nóvember. Vinnustofan var hluti af rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina Smart adaptation to …

Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi og SSV

SSVFréttir

Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónstu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra. Fyrsti fundur samráðshópsins fór fram miðvikudaginn …

Leiðir til byggðafestu – átaksverkefni í Dalabyggð, Reykhólahreppi, Húnaþingi vestra og á Ströndum

SSVFréttir

Leiðir til byggðafestu Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefni með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra. Í sveitarfélögunum sex er talin mikil þörf á að fjölga …

Samgöngusáttmáli fyrir Vesturland og átak í heilbrigðismálum

SSVFréttir

Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi kom saman á Haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) nýverið og ræddi helstu hagsmunamál landshlutans og ályktaði um ýmis málefni sem ofarlega eru á baugi.  Fyrir utan að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem sveitarfélögunum eru falin og öðrum þeim verkefnum sem þau taka að sér, þá er hagsmunagæsla gangvart ríkisvaldinu verkefni sem þau sinna af krafti. Því …

Átak í atvinnueflingu fólks með skerta starfsorku

SSVFréttir

Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Starfsendurhæfingar Vesturlands um samkomulag þess efnis að Starfsendurhæfing Vesturlands taki að sér að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd á áhersluverkefninu „Átak í atvinnueflingu fólks sem skerta starfsorku“. Verkefnið heyrir undir Sóknaráætlun Vesturlands og hefur það að markmiði að nýta þann mikla mannauð sem hefur skerta starfsgetu til þess að komast …

Stækkun gassöfnunarkerfis í Fíflholtum – skref í átt að grænni  framtíð

SSVFréttir

Sorpurðun Vesturlands hefur samkvæmt kröfum starfsleyfis starfrækt gassöfnunarkerfi á urðunarstað Fíflholts frá byrjun árs 2019. Þar sem áframhald hefur verið á urðun lífræns úrgangs var tekin sú ákvörðun að stækka kerfið til að auka afköst þess enn frekar. Hauggas er samheiti yfir gróðurhúsalofttegundir sem falla til við urðun á lífrænum úrgangi. Gasið samanstendur aðallega af metani og koltvísýringi sem er …

Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi og starfsstöð sett upp á Hvanneyri

SSVFréttir

  „Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi. Viljayfirlýsingunni sem undirrituð var í gær er ætlað að færa ný og laus störf stofnunarinnar á Vesturland, en í …