Innviðaráðherra með opinn fund í Borgarnesi

SSVFréttir

Vel var mætt á opinn fund innviðaráðherra sem fór fram í Borgarnesi 13 ágúst sl.  Á fundinn fór ráðherra yfir helstu verkefni sem eru á könnu innviðaráðuneytisins, en þau eru samgöngumál, fjarskipti, sveitarstjórnarmál og byggðamál.  Einnig var Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV með kynningu á helstu áherslum sveitarfélaganna á Vesturlandi varðandi þessa málaflokka. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um …

Samstarfsyfirlýsing á milli Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og SSV

SSVFréttir

Í tengslum við fund sveitarstjórnarfólks með ríkisstjórninn þann 14 ágúst sl. undirrituðu fulltrúar SSV og HVE samstarfsyfirlýsingu um átak til þess að laða heilbrigðisstarfsfólk að Vesturlandi.  Alma Möller heilbrigðisráðherra tók þátt í undirrituninni og lýsti yfir mikill ánægju með verkefnið. Í samningnum kemur fram að á Vesturlandi eru svæði þar sem erfiðlega hefur gengið að manna ýmsar stöður heilbrigðisstarfsfólks innan …

Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi fundaði með ríkisstjórninni.

SSVFréttir

Fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi ásamt formanni og framkvæmdastjóra SSV áttu fund með ríkisstjórninni í Stykkishólmi 14 ágúst sl.   Á fundinum var farið yfir sameiginlega kynningu SSV og sveitarfélaganna á helstu verkefnum sem brenna á sveitarfélögunum á Vesturlandi.  Komið var inn á ýmis mál eins og; vegamál, fjarskipti, orkumál, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, velferðarmál, löggæslumál, menntamál, atvinnumál, nýsköpun og byggðamál.  Ráðherrar brugðust við …

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

SSVFréttir

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka …

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:  – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í …

Sumarlokun á skrifstofu SSV

SSVFréttir

Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð frá og með miðvikudeginum 16. júlí til miðvikudagsins 6. ágúst n.k. vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á heimasíðu okkar ssv.is    Starfsfólk SSV

Á ráðstefnu í Skotlandi

VífillFréttir

Vífill Karlsson sótti ráðstefnu NORA sem hafði yfirskriftina: Búum eyjasamfélögum sjálfbæra framtíð. Ráðstefnan var í Stornoway á Lewis eyju í Skotlandi dagana 1-3 júlí. Þar flutti hann erindi sem fjallaði um hvort nýsköpun sé mismunandi eftir atvinnugreinum á Íslandi og skapandi greinum veitt sérstök athygli. Einnig hvort munur væri eftir landshlutum á Íslandi eða hvort þættir eins og stærð nærsamfélagsins …

BARNÓ – BEST MEST VEST!

SSVFréttir

Barnamenningarhátíð Vesturlands – sem haldin verður í fyrsta skipti yfir allan landshlutann í haust hefur hlotið nafn. Dómnefnd, skipuð börnum víðsvegar að af Vesturlandi hittust á Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi og völdu nafnið. Þau gerðu gott betur, en slagorð hátíðarnnar var valið úr tillögunum. Sú tillaga sem var hlutskörpust var Barnó og er höfundur hennar Kristín Lind Estrajher sem er …

Útvarpsstjóri heimsótti Vesturland

SSVFréttir

Nýverið heimsótti Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Vesturland og fundaði með fulltrúum sveitarfélaga og SSV. Fundurinn fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi, en þar hefur RÚV verið með aðstöðu um árbil.  Á fundinum kynnti útvarpsstjóri starfsemi RÚV og drög að nýrri landsbyggðarstefnu. Í kjölfar kynningarinnar varð góð og gagnleg umræða um starfsemi RÚV á Vesturlandi, en Gísli Einarsson ritstjóri Landans tók einnig …