Út er komin skýrslan Viðskiptahugmyndir á Vesturlandi. Skýrslan varpar ljósi á niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu sem framkvæmd var sumarið 2023. Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, NýVest og Gleipnir stóðu saman að frumkvöðla- og fyrirtækjamótinu Nýsköpun í Vestri þann 29. september 2023 og viðskiptahraðlinum Vesturbrú sem fram fór síðastliðinn vetur og var skoðanakönnunin liður í undirbúningi fyrir …
Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar rúmlega 18 milljónum
Miðvikudaginn 17. apríl var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin í Árbliki í Dalabyggð. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Þetta er þriðja úthlutun úr Frumkvæðissjóði Dalauðs. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Frestur til að sækja um í sjóðinn rann út …
Nýsköpun í skólastarfi – Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar
Menntaskóli Borgarfjarðar blæs til ráðstefnunnar „Nýsköpun í skólastarfi“ þann 17. Apríl næstkomandi. Ráðstefnan er hluti af skólaþróunarverkefni skólans sem hefur verið í gangi um nokkur skeið með góðum árangri, og hlaut skólinn viðurkenningu íslensku menntaverðlaunanna fyrir vikið. Ráðstefnan er með áherslu á STEM og STEAM námskerfið og kennslu innan þess og skapast því einstakt tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér …
Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar á Breiðafirði
„Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar“ var yfirskrift þriggja upplýsinga- og umræðufunda sem haldnir voru vegna verkefnis um framtíð Breiðafjarðar. Þriðji og síðasti fundurinn var haldinn á Birkimel á Barðaströnd, þriðjudaginn 26. mars, en áður voru sambærilegir fundir haldnir að Laugum í Sælingsdal og í Stykkishólmi. Að verkefninu stóðu Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, fyrir hönd stýrihóps …
Skýrslan Leiðir til Byggðafestu er komin út
Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Aðdraganda skýrslunnar má rekja til fundar landshlutasamtakanna þriggja og þingmanna kjördæmisins um stöðu sauðfjárræktar í landinu. Byggðastofnun hafði þá í skýrslu um málefnið dregið upp afar dökka …
Frestun á fundi um Framtíðarmöguleika Breiðafjarðar vegna veðurs
Fyrirhugðum fundi á Dalahóteli Laugum í Sælingsdal sem átti að vera á morgun 18. mars er frestað vegna slæmrar veðurspár, fram til mánudagsins 25.mars n.k. kl. 17 – 19.30
Aðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri 20. mars n.k.
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 20. mars 2024. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 20. mars verður sem hér segir: Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands Kl.12:30 Hádegisverður Kl.13:00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands Kl.14:00 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir …
Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar – fundaröð
Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar Upplýsinga- og umræðufundir á þremur stöðum við Breiðafjörð: ATHUGIÐ BREYTTAR TÍMASETNINGAR Mánudaginn 11. mars, kl. 17 – 19.30 á Fosshóteli í Stykkishólmi – LOKIÐ Mánudaginn 25. mars, kl. 17 – 19.30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal Þriðjudaginn 26. mars, kl. 17 – 19.30 í Félagsheimilinu Birkimel á …
Opið fyrir umsóknir í Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til og með 4. apríl 2024. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni. Lóu …
Ráðherra og þingmenn Framsóknar komu í heimsókn
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ásamt þingmönnum Framsóknar úr Norðvestukjördæmi voru á ferðinni í Borgarnesi í gær og kíktu í heimsókn á Bjarnarbrautina. Starfsfólk SSV átti gott samtal við ráðherra og þingmenn um það sem er efst á baugi í landshlutanum og í framhaldinu var fundur á Landnámssetrinu undir yfirskriftinni „Samtal um aðgerðaáætlun í ferðamálum“. Starfsfólk SSV þakkar fyrir …