Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um ábyrgðartryggingar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta: Markaðskostnaðar Vöruþróunar Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu …

Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Haustþing SSV 2016 var haldið í Stykkishólmi 5 október s.l. Á þinginu var samþykkt starfs- og fjárhagsáætlun SSV fyrir árið 2017, ályktað var um atvinnu- og umhverfismál, opinbera þjónustu og ýmis málefni sveitarfélaga. Þá var samþykkt menningarstefna fyrir Vesturland og lögð fram tillaga að samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029. Mikil umræða var um samgöngumál og var tillögu að samgönguáætlun vísað …

Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands er „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu“. Unnið er að síðasta verkhluta verkefnisins sem er kynning á þeim námskeiðum og námi sem stendur aðilum í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi til boða haustið 2016 og áfram 2017. Hægt er að kynna sér verkefnið og námsframboðið undir þessum tengli – Efling menntunar.

Þörf á menntuðu vinnuafli

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega fimmtungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun samkvæmt niðurstöðum spurningakönnunar sem gerð var í desember árið 2015 og hafði þá dregist umtalsvert saman frá sambærilegri könnun frá 2014. Þrátt fyrir að dregið hafi úr þörfinni á menntuðu vinnuafli á milli ára má engu að síður draga þá ályktun að enn sé töluverð þörf fyrir menntað vinnuafl á Vesturlandi.

88% vilja ljósleiðaratengingu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

88,2% þeirra sem eiga íbúðarhúsnæði (þ.m.t. sumarhús/frístundahús) í dreifbýli Borgarbyggðar hafa áhuga á ljósleiðaratengingu inn í hús sitt. Þar af hafa 91,5% mjög eða frekar mikinn áhuga. A.m.k. helmingur hefur þennan áhuga vegna atvinnutengdra verkefna og 94% af persónulegum ástæðum. 85% þátttakenda voru ekki með atvinnurekstur í dreifbýli Borgarbyggðar. 70% þátttakenda töldu sig dvelja fleiri daga á ári eða lengri …

Sumarlokun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð frá 18. júlí fram til 8. ágúst vegna sumarleyfa.

Umferð og ástand vega á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út Hagvísir um umferð og ástand vega á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem byggir á staðtölum frá Vegagerðinni og skoðanakönnunum meðal íbúa og fyrirtækja á Vesturlandi. Megin niðurstaðan er sú að íbúar og fyrirtæki á Vesturlandi telja vegakerfið fara versnandi þar en á sama tíma verða mikilvægari þáttur fyrir áframhaldandi veru þeirra þar. Verst er þetta í Dölunum. Í þessu samhengi var áhugavert að sjá

Af aðstæðum fyrirtækja á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrirtæki á Vesturlandi hafa aðgang að hæfu vinnuafli og eru nokkuð viljug að verja fjármunum til endurmenntunar starfsfólks og til rannsóknar og þróunar á vörum og framleiðsluaðferðum. Þá eru þau yfirleitt ánægð með þjónustu og aðgengi að framleiðsluþáttum þar sem þau starfa. Fáein atriði vekja nokkurn ugg. Staða vegakerfisins er ekki góð og fer versnandi að mati fyrirtækjanna. Að nokkru leyti tengist þetta samgöngu- og fjarskiptakerfinu öllu þó svo vegakerfið

Kristín Björg Árnadóttir nýr formaður SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Aðalfundur SSV fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi 6. apríl s.l. Á fundinum var lögð fram Ársskýrsla SSV og tengdra aðila ásamt ársreikningi fyrir SSV og þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Vesturlandi. Rekstur SSV gekk vel á árinu 2015 og var unnið að ýmsum stórum verkefnum á árinu. Stærsta einstaka verkefnið var innleiðing nýrrar sóknaráætlunar fyrir Vesturland sem gildir fram til ársins 2019. Á fundinum var Kristín Björg Árnadóttir

Sóknaráætlun Vesturlands – Uppbyggingarsjóður

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þann 31. mars 2016 var úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarmála en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar er úthlutað tvisvar á ári. Listi yfir úthlutanir er HÉR. Í stjórn Uppbyggingasjóðs Vesturlands sitja Helga Guðjónsdóttir Snæfellsbæ (formaður), Rakel Óskarsdóttir Akranesi, Sveinn Pálsson Dalabyggð, Jenný Lind Egilsdóttir Borgarbyggð og Hallfreður Vilhjálmsson Hvalfjarðarsveit.