Fimm sveitarstjórnarfulltrúar heiðraðir á Haustþingi SSV

SSVFréttir

Á Haustþingi SSV sem fram fór á Bifröst nýverið voru fimm sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi heiðraðir fyrir langt og gifturíkt starf að sveitarstjórnarmálum, en þau létu öll af störfum s.l. vor.  Þetta voru þau Sturla Böðvarsson Stykkishólmi, Ingibjörg Pálmadóttir Akranesi, Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit og Innri-Akraneshreppi,  Bjarki Þorsteinsson Borgarbyggð og Kristján Þórðarson Snæfellsbæ.  Þeim er öllum þakkað fyrir vel unnin störf á …

Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi dagskrá.

SSVFréttir

  Nú liggur dagskrá Byggðarástefnunnar fyrir.  Byggðaráðstefnan verður haldin dagana 16. og 17. október nk. á Fosshótel Stykkishólmi en yfirskrift ráðstefnunnar er „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær. Dagskrá má sjá hér fyrir neðan. dagskra-byggdaradstefnan-2018-endanleg  

Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja

SSVFréttir

Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja Hvað verður um rafeindatæki á þínu heimili og þínum vinnustað ? Alþjóðlegt átak verður í söfnun raftækja í október 2018. Laugardagurinn 13. Október verður sérstaklega helgaður átakinu. Ástæða þess að blásið er til átaks í söfnun er sú að rafeinda- og raftæki eru að skila sér í alltof litlu mæli inn til endurvinnslu. Um …

Eggert Kjartansson nýr formaður SSV.

SSVFréttir

Haustþingi SSV 2018 lauk upp úr hádegi í dag, en þingstörf hófust um hádegisbil í gær.  Um 30 sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi tóku þátt í þinginu, auk gesta og starfsmanna SSV.  Á þinginu var kosin ný stjórn SSV og formaður var kosinn Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi. Nánari upplýsingar um þingið verður birtar eftir helgina.  

Ályktun Haustþings SSV vegna lokunar starfsstöðva Vís á Vesturlandi.

SSVFréttir

„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að …

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

SSVFréttir

Fréttatilkynning Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lán og lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna. Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2018 og má nálgast umsóknir á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu. Einnig er gerð er krafa um að líkur séu verulegar á …

Viðvera atvinnuráðgjafa á Vesturlandi 2018-2019

SSVFréttir

Komin er dagskrá fyrir atvinnuráðgjafa SSV á Vesturlandi fyrir veturinn 2018-2019 https://ssv.is/atvinnuthroun/vidveruplan-atvinnuradgjafa/ hægt er að hafa sambandi einnig við atvinnuráðgjafa í síma. Ólafur Sveinsson 8923208 Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 Margrét Björk 8642955 Vífill Karlsson 6959907

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands.

SSVFréttir

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 2. október 2018.