Vestnorden í Færeyjum

SSVFréttir

Starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands fór til  Þórshafnar í Færeyjum þar sem ferðakaupstefnan Vestnorden fór  fram. Að auki voru  fjögur fyrirtæki frá Vesturlandi að kynna starfsemi sína ,  það eru Hótel Varmaland, Láki Tours, Hótel Borgarnes og Hótel Hamar. https://vestnorden2024.converve.io/index.php

Málæði

SSVFréttir

  List fyrir alla stendur nú fyrir sérstöku verkefni til eflingar íslenskunnar. Verkefnið ber nafnið „Málæði“ og er unnið í samstarfi við engan annan en Bubba Morthens. Málæði er ætlað fyrir unglinga í grunnskólum landsins og er markmiðið að hvetja ungt fólk til að tjá sig í tali og tónum á íslensku. Bubbi hefur samið lag sem er innblásið af …

Nýsköpun í vestri: Frumkvöðladagur á Vesturlandi 2024

SSVFréttir

Markmið „Nýsköpunar í vestri“ er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin er blanda af fræðslu, reynslusögum og tengslamyndun. Þátttakendur munu læra af reyndum frumkvöðlum og kynnast nýju fólki. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við …

Ætlar þú að senda umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?

SSVFréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k. – sjá nánar á vef Ferðamálastofu Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða  – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um …

Evrópurútan á ferð um landið

SSVFréttir

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi. Evrópurútan mun mæta á Akranes og bjóða íbúum …

Íbúaþing – Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir íbúaþingi miðvikudaginn 18. september um endurskoðun Sóknaráætlunar Vesturlands. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 16 og mun standa til kl.18:00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku! Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og forgangsraða áherslum um hvernig þau vilja sjá Vesturland …

Þjónustukönnun Byggðastofnunar: Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

SSVFréttir

▪ Hvaða þjónustu nota íbúar og hvert fara þeir til að sækja þá þjónustu? ▪ Hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla? ▪ Hvaða þjónustu óttast íbúar helst að missa úr heimabyggð? Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á …

Haustfundur menningarfulltrúa

SSVFréttir

  Í vikunni fór fram haustfundur menningarfulltrúa og verkefnastjóra menningarmála hjá landshlutasamtökunum. Alla jafna hittist hópurinn að vori og hausti, og þá í höfuðborginni annars vegar og í einum landshluta hinsvegar. Fundir sem þessir eru nauðsynlegri til að stilla saman strengi um hvernig efla megi menningarstarf á landsbyggðinni og ekki síst standa að hagsmunagæslu lista um allt land. Að þessu …

Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga – Kynning á niðurstöðum

SSVFréttir

Markaðsstofa Vesturlands fékk fyrirtækið Datera til að vinna skýslu fyrir sig yfir leitaráhuga á Vesturlandi. Niðurstöður verða kynnar á Teams fundi 13. september klukkan 10:00. Margt áhugavert er að finna í niðurstöðum skýrslunnar, þar er gert grein fyrir úttekt á leitaráhuga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi á ferðatengdum leitarorðum fyrir Vesturland. Enn fremur birtum við heildarfjölda myllumerkja á …

Slökkvilið á Vesturlandi – stöðugreining

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið unnið að stöðugreiningu  og samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Stjórn SSV skipaði  starfshóp sem í sátu fulltrúar fimm sveitarfélaga á Vesturlandi undir formennsku Ragnars B. Sæmundssonar. Starfshópurinn hafði  það hlutverk að vinna stöðugreiningu og úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi og skilar nú af sér vinnu í meðfylgjandi skýrslu. Stöðugreiningin byggir m.a. á skýrslu HMS um stöðu slökkviliða …