Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga – Kynning á niðurstöðum

SSVFréttir

Markaðsstofa Vesturlands fékk fyrirtækið Datera til að vinna skýslu fyrir sig yfir leitaráhuga á Vesturlandi. Niðurstöður verða kynnar á Teams fundi 13. september klukkan 10:00. Margt áhugavert er að finna í niðurstöðum skýrslunnar, þar er gert grein fyrir úttekt á leitaráhuga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi á ferðatengdum leitarorðum fyrir Vesturland. Enn fremur birtum við heildarfjölda myllumerkja á …

Slökkvilið á Vesturlandi – stöðugreining

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið unnið að stöðugreiningu  og samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Stjórn SSV skipaði  starfshóp sem í sátu fulltrúar fimm sveitarfélaga á Vesturlandi undir formennsku Ragnars B. Sæmundssonar. Starfshópurinn hafði  það hlutverk að vinna stöðugreiningu og úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi og skilar nú af sér vinnu í meðfylgjandi skýrslu. Stöðugreiningin byggir m.a. á skýrslu HMS um stöðu slökkviliða …

Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum

SSVFréttir

Bjarki Þór Grönfeldt, doktor í stjórnmálasálfræði ásamt Vífli Karlssyni, hagfræðingi og dósent við Háskólann á Bifröst hafa gefið út skýrslu sem ber heitið Byggðabragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum.  Aðdragandi rannsóknarinnar var sá að íbúakannanir hafa bent til þess að svokallaður byggðabragur geti verið gjörólíkur milli áþekkra sveitarfélaga. Með byggðabrag er átt við upp að hvaða marki íbúar eru …

Byggðaþróun – styrkir til meistaranema

SSVFréttir

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.400.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám …

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2024 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Allar upplýsingar …

Skýrsla um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar

SSVFréttir

  Nýverið skiluðu SSV og Fjórðungssambandi Vestfirðinga af sér viðmikilli skýrslu til umhverfis, orku og loftlagsráðherra með tillögum um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.  Í skýrslunni er farið yfir verndargildi verndarsvæðisins og áhrif þess, tækifæri og áskoranir á samfélag, byggð og atvinnulíf.  Yfirstjórn verkefnisins var í höndum stýrihóps skipuðum af ráðherra undir formennsku Sigríðar Finsen.  Auk SSV og FV komu ýmsir aðilar …

Nýju íbúakannanagögnin komin á vef Byggðastofnunar

VífillFréttir

Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Þá eru líka komin inn eldri gögn frá árunum 2016 og 2017. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki til að vinna með. Minnt er …

Beint frá býli dagurinn um allt land

SSVFréttir

Beint frá býli dagurinn verður haldinn um allt land þann 18. ágúst kl. 13-16 og verður viðburður haldinn í hverjum landshluta fyrir sig í tilefni dagsins. á Vesturlandi mun Grímsstaðaket á Grímsstöðum í Reykholtsdal opna býli sitt fyrir gestum með fjölbreyttri dagskrá í samvinnu við heimavinnsluaðila og smáframleiðendur í landshlutanum. Þann 18. ágúst opna Grímsstaðir í Reykholtsdal sem rekur Grímsstaðakjöt …

Verkefnastjóri innleiðingar farsældar á Vesturlandi

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir verkefnastjóra farsældar í landshlutanum. Verkefnið er samstarf SSV og mennta- og barnamálaráðuneytisins en samstarfssamningur þess efnis var undirritaður á Farsældardegi Vesturlands 16. maí síðastliðinn. SSV er með starfstöðvar á Akranesi, Borgarnesi og Hellissandi. Markmið verkefnisins eru að samhæfa farsældarþjónustu í sveitarfélögunum á Vesturlandi og koma á fót svæðisbundnu farsældarráði í landshlutanum og ráðið er …

Sumarlokun skrifstofu SSV

SSVFréttir

Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð frá og með miðvikudeginum 17  júlí  til  miðvikudagsins 7  ágúst n.k.  vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á heimasíðu okkar ssv.is    Starfsfólk SSV