Eggert Kjartansson nýr formaður SSV.

SSVFréttir

Haustþingi SSV 2018 lauk upp úr hádegi í dag, en þingstörf hófust um hádegisbil í gær.  Um 30 sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi tóku þátt í þinginu, auk gesta og starfsmanna SSV.  Á þinginu var kosin ný stjórn SSV og formaður var kosinn Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi. Nánari upplýsingar um þingið verður birtar eftir helgina.  

Ályktun Haustþings SSV vegna lokunar starfsstöðva Vís á Vesturlandi.

SSVFréttir

„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að …

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

SSVFréttir

Fréttatilkynning Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lán og lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna. Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2018 og má nálgast umsóknir á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu. Einnig er gerð er krafa um að líkur séu verulegar á …

Viðvera atvinnuráðgjafa á Vesturlandi 2018-2019

SSVFréttir

Komin er dagskrá fyrir atvinnuráðgjafa SSV á Vesturlandi fyrir veturinn 2018-2019 https://ssv.is/atvinnuthroun/vidveruplan-atvinnuradgjafa/ hægt er að hafa sambandi einnig við atvinnuráðgjafa í síma. Ólafur Sveinsson 8923208 Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 Margrét Björk 8642955 Vífill Karlsson 6959907

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands.

SSVFréttir

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 2. október 2018.

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi.

SSVFréttir

Föstudaginn 7 september s.l. stóð Samband íslenskra sveitarfélag fyrir námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi. Yfirskrift námskeiðsins var „Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn“. Um 40 sveitarstjórnarfulltrúar tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir allan daginn. Stjórnandi námskeiðsins var Svanfríður Jónasdóttir ráðgjafi hjá Ráðrík og f.v. bæjarstjóri, en auk hennar voru þeir Tryggvi …

Samgönguáætlun Vesturlands sýnd í kvöld á N4

SSVFréttir

Öll sveitarfélögin á Vesturlandi hafa samþykkt samgönguáætlun Vesturlands sem nær til áranna 2017-2029. Samtök sveitarfélaga á svæðinu skipuðu starfshóp sem markaði stefnu fyrir Vesturland í málaflokknum, áætluninni er ætlað að nýtast til þess að tryggja enn frekar að stjórnvöld ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngu- og fjárskiptamálum á Vesturlandi, íbúum til hagsbóta. Sjónvarpsstöðin N4 hefur nú myndgert samgönguáætlunina, þar sem …

Vesturland í þættinum Landsbyggðir á N4

SSVFréttir

Í nýjasta þætti þáttaraðarinnar Landsbyggðir á N4 er viðtal við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV þar sem Karl Eskill Pálsson fréttamaður ræðir við hann um verkefni landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sóknaráætlun Vesturlands og almennt um stöðu sveitarfélaga á Vesturlandi.  Einnig er í þættinum viðtöl við frumkvöðla á Vesturlandi sem áður hafa birst í þættinum Að vestan.  Eins og áður segir er þátturinn …