Fjármál sveitarfélaga

SSVFréttir

Meirihluti vestlenskra sveitarfélaga kemur vel út í nýrri samantekt sem SSV birtir í dag. Ef horft er til allra sveitarfélaga á Vesturlandi þá liggur fjárhagslegur styrkur vestlenskra sveitarfélaga helst í hagfelldum skatttekjum, veltufé frá rekstri og skuldastöðu. Veikleikinn felst aðallega í háum launakostnaði og óhagstæðri íbúaþróun. Sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi komu betur út í þessum samanburði en þau sem eru …

Velferðarstefna Vesturlands

SSVFréttir

Þessa dagana hafa drög að Velferðarstefnu Vesturlands verið til umsagnar hjá sveitarfélögunum og öðrum hagaðilum á Vesturlandi.  Umsagnarferlinu mun ljúka í febrúar.  Hér er hægt að nálgast drögin Velferðarstefna Vesturlands drög

Áfangastaðaáætlun Vesturlands var birt í gær

SSVFréttir

Áfangastaðaáætlun Vesturlands var birt í gær og af því tilefni afhenti Margrét Björk Björnsdóttir verkefnisstjóri ÁSÁ ferðamálastjóra eintak af áætluninni. Sjá nánar frétt á vef Ferðamálastofu Skýrsluna má finna hér    

Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi þolir enga bið

SSVFréttir

Á fundi stjórnar SSV í gær var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vesturlandsveg á Kjalarnesi.  Stjórn SSV bókaði eftirfarandi vegna þessa: Í samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt var af sveitarfélögunum árið 2017 kom fram að þung áhersla var lögð á tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.  Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa fylgt þessu eftir með íbúafundum, ályktunum, samtölum við forsvarsmenn samgöngumála og gerð sjónvarpsefnis.  …

Bættur rekstur – Betri afkoma

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.

Styrkir til atvinnumála kvenna

SSVFréttir

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2019 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna

Akranesviti talin ein besta ferðauppgötvun ársins

SSVFréttir

Ferðablaðamenn breska tímaritsins Guardian fara fögrum orðum um Akranesvita í nýrri grein, „The best travel discoveries of 2018: chosen by Guardian writers“. Þar telja þeir Akranesvita meðal tólf bestu uppgötvana í ferðamennsku árið 2018. Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni á Akranes. Á meðan félagi hans einbeitti sér að myndatökum með Akrafjall og Esjuna í baksýn, þá gekk hann …

Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu

SSVFréttir

Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu hjá tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu en árið 2018 sem vetraráfangastaður Evrópu, eða; ,,Winter Destination of Europe 2018“. Tímaritið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. „Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar …