Á fundi sínum 12. desember s.l. samþykkti stjórn SSV samhljóða svohljóðandi ályktun um veggjöld. „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar áformum um að notuð verði veggjöld til að fjármagna stórfelldar og nauðsynlegar samgöngubætur sem fyrirhugaðar eru á næstu árum. Með innheimtu veggjalda er einnig hægt að fjármagna átak til uppbyggingar á leiðum á Vesturlandi eins og Uxahryggjum, Skógarströnd og fjölmörgum …
Snæfellsbær hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018
Snæfellsbær hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Verkið var unnið á árunum 2015 – 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem …
Áætlun Strætó á landsbyggðinni um jól og áramót 2018
Í viðhengi má finna áætlun Strætó á landsbyggðinni um jól og áramót 2018 á íslensku og ensku. Jól og áramót landsbyggð 2018 Jól og áramót landsbyggð enska 2018
Vilt þú taka næsta skref inn í framtíð ferðaþjónustunnar?
Opið er fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Tourism til 3. desember á startuptourism.is. Leitað er eftir ferðaþjónustufyrirtækjum og lausnum sem auka verðmætasköpun innan greinarinnar. Sjá kynningarmyndband: smellið hér
G.RUN hlýtur Nýsköpunarverðlaun SSV
Í gær voru Nýsköpunarverðlaun SSV veitt á Nýsköpunardegi SSV. Það var fyrirtækið G.Run sem fékk verðlaunin þetta árið og er það vel að því komið. G.Run á rætur að rekja til ársins 1947, en hefur starfað í núverandi mynd frá því árið 1974. Þetta er miðlungsstórt sjávarútvegsfyrirtæki á landsvísu sem rekur útgerð og bolfiskvinnslu. Hjá fyrirtækinu starfa 85 manns. Í …
Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir á Nýsköpunardegi SSV
Í gær var haldin hátíðlegur Nýsköpunardagur SSV í Tónbergi, húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi þar sem Nýsköpunarverðlaun Vesturlands voru afhent ásamt 18 styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina en byrjað var á því að veita styrki til þeirra 18 verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni úr Uppbyggingarsjóðnum til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Alls voru veittir styrkir …
SSV hlýtur styrki til uppbyggingar Vínlandsseturs í Dalabyggð og eflingu Gestastofu Snæfellsness
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlaut tvo styrki en það var annars …
Kynning á áfangastaðaáætlunum
Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16. Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna sem fóru með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og á kynningarfundinum munu verkefnisstjórarnir kynna helstu niðurstöður hvers svæðis. Á eftir kynningunum verður tími fyrir spurningar og …