Samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 skulu sveitarfélög á landinu hafa starfrækt ungmennaráð. Í Velferðarstefnu Vesturlands kemur jafnframt fram að stofnað skuli vera Ungmennaráð Vesturlands (hér eftir UV). Ráðið er skipað einum fulltrúa frá þeim sveitarfélögum sem hafa skipað ungmennaráð eða fulltrúa ungmenna. Með ráðinu starfa tveir fulltrúar æskulýðsmála á Vesturlandi. Þá situr verkefnastjóri velferðarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í ráðinu …
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í október s.l. Alls bárust 142 umsóknir. Úthlutunarnefnd ákvað á fundi sínum 22. janúar s.l. að úthluta samtals kr. 43.585.000 til 98 verkefna. Úthlutunarhátíð sjóðsins verður haldin í Félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit föstudaginn 7. febrúar og hefst kl. 14:00.
Atvinnulíf á Vesturlandi árið 2040
Á undanförnum misserum hefur KPMG unnið sviðsmyndagreiningu á þróun atvinnulífs á Vesturlandi og í lok árs 2019 kom skýrslan „Atvinnulíf á Vesturlandi 2040“ út. Verkefnið „Sviðsmyndir um þróun atvinnulífs á Vesturlandi“ er eins og áður kom fram unnið af KPMG fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi(SSV). Ástæða þess að ákveðið var að ráðast í þessa vinnu er sú að SSV fagnaði …
Dalabyggð: viðvera frestast til miðvikudagsins vegna veðurs
Viðvera Ólafs Sveinssonar atvinnuráðgjafi frestast vegna veðurs til miðvikudagsins 8. janúar n.k. kl. 13:00 – 15:00 Sími: 892-3208 netfang: olisv@ssv.is
Opnunartímar skrifstofu SSV – jól og áramót
Skrifstofa SSV 23. des – LOKAÐ 24. des – LOKAÐ 25. des – LOKAÐ 26. des – LOKAÐ 27. des – LOKAÐ 30. des – opið 9-17 31. des – LOKAÐ 1. jan – LOKAÐ 2. jan – opið 9-17
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum
VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á LENGDUM UMSÓKNARFRESTI Vegna veðurs og rafmagnstruflana sem hafa sett strik í reikninginn á ákveðnum svæðum á Vesturlandi var tekin sú ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn. FARA Á UMSÓKNARGÁTT AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR VERKLAGS- OG ÚTHLUTUNARREGLUR
Láttu drauminn rætast! – Karen Jónsdóttir KAJA ORGANIC
Opið er fyrir umsóknir hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands Kynntu þér málið og komdu þinni hugmynd i framkvæmd.
Láttu drauminn rætast! – Ingibjörg Halldórsdóttir IceDocs
Opið er fyrir umsóknir hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands Kynntu þér málið og komdu þinni hugmynd i framkvæmd.
Vegaúttekt á Vesturlandi
Út er komin úttekt Ólafs Guðmundssonar um ástand vega á Vesturlandi. Úttektin var kynnt á fundum um samgöngumál sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð fyrir í október s.l. Ólafur er ráðgjafi og hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfinu á Íslandi. Fundir voru haldnir í Borgarnesi, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmi. Hér má nálgast úttektina: Vegaúttekt á Vesturlandi