Sveitarstjórnarfólk af Vesturlandi fundaði með nýjum þingmönnum NV-kjördæmis

SSVFréttir

Stjórn SSV ásamt oddvitum og bæjar-og sveitarstjórum á Vesturlandi funduðu með nýjum þingmönnum Norðvestur- kjördæmis í síðustu viku.  Tilgangur fundarins var að kynna fyrir þingmönnum helstu áherslur sveitarfélaganna á Vesturlandi í ýmsum mikilvægum málum eins og þær birtast í ályktunum frá Haustþingi SSV 2024.  Á fundinum var m.a. farið yfir samgöngumál, raforku og fjarskipti, málefni fatlaðra, löggæslu, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, nýsköpun …

Útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands: 68 verkefni hlutu styrk

SSVFréttir

  Föstudaginn 24. janúar fór fram útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Grundarfirði. Úthluað var tæplega 48,5 mkr. og hlutu 68 verkefni styrk.  Þetta var fyrri útlutun ársins og endurspeglar áframhaldandi stuðning sjóðsins við nýsköpun, atvinnuþróun og menningu á Vesturlandi. Alls bárust 111 umsóknir í þessari útlutun, sem sýnir þann mikla áhuga á stuðningi við framfarir og þróun í landshlutanum. Verkefnin sem …

Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal

SSVFréttir

Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …

Forvitnir frumkvöðlar fóru vel af stað

SSVFréttir

Á þriðjudag fór fram fyrsti fyrirlestur á vegum Forvitinna frumkvöðla, en það er heiti fyrirlestraraðar á vegum landshlutasamtakanna á Íslandi: Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Það var Arnar Sigurðsson sem reið á vaðið og fjallaði fyrirlestur hans um frumkvöðlaferlið, sem er vel við hæfi til að setja tóninn fyrir framhaldið hjá þeim fjölmörgu gerðum frumkvöðla sem fyrirfinnast …

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna

SSVFréttir

Arnar Sigurðsson hjá samfélagslegu tilraunstofunni Austan mána ríður á vaðið í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar og fjallar hann um frumkvöðlaferlið. Arnar er flestum hnútum kunnugur á því sviði, er bæði frumkvöðull sjálfur, jafnframt því sem hann hefur aðstoðað fjölda fólks við að koma verkefnum sínum á koppinn. Arnar hefur lengi verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands, til að mynda sem fyrirlesari, ráðgjafi og …

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

SSVFréttir

Eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar, Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, hófst árið 2022. Tilgangurinn með verkefninu var að draga úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi í janúar 2023. Samið var við Environice ehf. um ráðgjöf í verkefninu …