• slide

Grunnskráning og uppfærsla gististaða


Hér til hægri má sjá flipa sem heitir „ Skráningarform gististaða“.
Til að auðvelda þér að fara í gegnum skráninguna og skrifa inn réttar upplýsingar höfum við útbúið myndband þar sem farið er í gegnum skráninguna lið fyrir lið, tilgangs og helstu punkta sem vert er að hafa í huga.
Gott er að horfa á myndbandið samhliða skráningunni og fylla skráningarskjalið út jafnóðum. Hægt er að pása hvar sem er ef of hratt er farið yfir.
Munið að þegar skráð er inn gistiskráning er mikilvægt að setja inn upplýsingar sem eingöngu tengjast gistingunni. Ef þú heldur úti annari þjónustu samhliða fyllir þú út önnur skráningarblöð fyrir þá þjónustu, líkt og skráningarblaðið fyrir veitingastaði eða afþreyingaþjónustu.