18 – Sorpurðun Vesturlands
Fundargerð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.
Miðvikudaginn 12. febrúar 2003.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 12. febrúar 2003 kl. 15:00. Mættir voru: Pétur Ottesen, formaður, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Ríkharð Brynjólfsson og Hrefna B. Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ársreikningar
2. Aðalfundur.
3. Samningur við SSV.
4. Sameiginlegt útboð sveitarfélaganna áVesturlandi ?
5. Lög um úrvinnslugjald
6. Vigt
7. Önnur mál.
Ársreikningar.
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreiking Sorpurðunar vegna ársins 2002. Rekstrartekjur umfram rekstrargjöld voru kr. 7.719.126. Heildarniðurstaða félagsins er tap að upphæð kr. 2.427.914 sem skýrist einkum af háum afskriftum en afskriftir eru kr. 8.326.999. Eignir samtals eru kr. 40.528.603. Ársreikningurinn var samþykktur.
Aðalfundur.
Aðalfundur ákveðinn 28. febrúar 2003 kl. 13.30.
Samningur við SSV.
Samþykktur og undirritaður þjónustusamningur milli SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf.
Sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á Vesturlandi?
Pétur Ottesen sagði frá fundi SV með bæjarstjórum á Vesturlandi sem haldinn var 6. janúar sl. í Stykkishólmi. Þar var m.a. rætt um möguleika þess að athuga með sameiginlegt útboð allra sveitarfélaganna á Vesturlandi varðandi söfnun heimilissorps. Fundarmenn voru sammála um að kanna vilja sveitarfélaganna til hugmyndarinnar og lýstu sig reiðubúna að skoða frekari athugun málsins þegar fyrir liggur afstaða sveitarfélaganna. Framkvæmdastjóra falið að senda erindi til sveitarfélaganna þar um.
Lög um úrvinnslugjald.
Lögð fram til kynningar lög um úrvinnslugjald. Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá kynningarfundi sem haldinn var á vegum Fenúr, þar sem lögin voru kynnt.
Sorpurðun Vesturlands mun standa fyrir kynningu laganna í framhaldi aðalfundar 28. febrúar 2003 í Borgarnesi.
Vigt.
Þór Þorsteinsson, Nepal, kom inn á fundinn en hann hefur unnið að því að koma hugbúnaði sem annast tölvuskráningu innvigtunar í Fíflholtum.
Önnur mál.
Vatnsmál í Fíflholtum.
Vatnsmál í Fíflholtum rædd. Framkvæmdastjóra falið að leita til tæknideildar Borgarbyggðar varðandi úrlausn málsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.