38 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

38 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi

FUNDARGERÐ

38.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 12. febrúar 2003 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar, Borgarnesi.
Mættir voru:  Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson, Sigrún Pálsdóttir, Helgi Helgason, Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Finnbogi Rögnvaldsson og Þórður Þ. Þórðarson boðuðu forföll. Varamenn þeirra gátu ekki mætt.
DAGSKRÁ
1. Gjaldskrá 2003
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá. Borin voru saman gjöld Heilbrigðiseftirlitseftirlitssvæðanna á Vesturlandi, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og Reykjavíkur og ræddar ástæður fyrir mismun á gjaldi HeV og hinna svæðanna.
Framkvæmdastjóra falið að kynna sér gjaldskrár hjá öðrum svæðum.
Afgreiðslu frestað.
2. Bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna sýnatöku í Botnsá og Hvalvatni.
Framkvæmdastjóri kynnti málið og fór yfir tölvubréf frá Kjósarsvæði. 
Samþykkt að benda HeK á að hafa samband við Hvalfjarðarstrandarhrepp, sem eiganda þessara vatnsfalla, sbr. fyrri umræður nefndarinnar.
3. Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.
Reglugerðin lögð fram og kynnt helstu nýmæli sem ekki voru í heilbrigðis-reglugerð nr. 149/1990 sem nú hefur verið felld niður.
4. Lög um úrvinnslugjald frá 13.des 2002
Lögð fram.
5. Umsókn um breytt starfsleyfi fyrir heitþurrkvinnslu Laugafisks á Beiðargötu 8, Akranesi.
Framkvæmdastjóri kynnti málið. Lögð voru fram drög að starfsleyfi fyrir fiskvinnslu Laugafisks hf.
Samþykkt að auglýsa starfsleyfisdrögin  í ljósi þeirra miklu  umræðu sem hafa verið í kringum fyrirtækið þar sem það var áður staðsett.
6. Framtíð matvælaeftirlits.
Framkvæmdastjóri kynnti málið. Búið er að leggja fram í ríkisstjórn frumvarp að lögum um matvælastofu.
Í framhaldi af umræðum um málið lagði Jón Pálmi fram eftirfarandi tillögu:
,,Verði fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnar Íslands um Martvælastofu að veruleika er ljóst að rekstrargrundvöllur núverandi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga er brostinn. Í ljósi þess samþykkir heilbrigðisnefnd Vesturlands að beina þeirri eindregnu áskorun til Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða að taka til rækilegrar skoðunar frumvarpið um Matvælastofu og áhrif þess á eftirlitin. Einnig telur nefndin eðlilegt að Samtök   atvinnulífsins skoði frumvarpið út frá hagsmunum atvinnulífsins.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
7. Önnur mál.
a) Tvö bréf frá lögmönnum Móa, vegna greiðslustöðvunar fyrirtækisins.
Lögð fram
b) Hestaeigendafélag Búðardals. Framkvæmdastjóri kynnti mál vegna förgun taðs í hesthúsahverfi í Búðardal.
Nefndin samþykkti að gerð yrðu drög að samþykkt um starfsreglur í sambandi við  hesthúsahverfi.
c) Olíumengunin á Breiðinni á Akranesi. Niðurstöður vegna sýnatöku lagðar fram og rætt um. Niðurstöðurnar sýndu mikla mengun þar sem lekinn hafði verið en lítil lengra frá. Framkvæmdastjóri útskýrði gang mála
Samþykkt að óska eftir skýringum frá Umhverfisstofnun um það hver fara eigi með eftirliti með þessu og hver taka eigi á málunum þegar mengunarslys sem þessi verða.
d) Bréf frá sýslumanninum í Búðardal, varðandi mál í tengslum við fjarlægingu á bíl frá Skógarströnd á gámastöðina í Stykkishólmi.
Lagt fram
e) Rætt um möguleika á að taka bíla á rekstrarleigusamningi fyrir eftirlitið. Málið var rætt í framhaldi af umræðu á seinasta fundi.
Samþykkt að framkvæmdastjóri kanni málið betur.
f) Kærumál. Framkvæmdastjóri greindi frá gangi mála vegna tveggja kæra sem enn eru í úrskurði hjá Umhverfisráðherra.
g) Bókuð athugasemd frá formanni um að kjörnir fundarmenn mæti betur á fundi og afboði sig fyrr þannig að hægt sé að boða varamenn með hæfilegum fyrirvara.
h) Jón Pálmi spurðist fyrir um hvernig mál stæðu vegna bókunar um að setja fundargerðir heilbrigðisnefndar á heimasíðu SSV. Framkvæmdastjóri greindi frá viðtölum sínum við formann og framkvæmdastjóra  samtakanna um þetta mál og jákvæðum viðbrögðum þeirra.

Fundi slitið kl. 18:20.