12 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Sorpurðun Vesturlands hf.
STJÓRNARFUNDUR 20. febrúar 2002.
Sorpurðun Vesturlands hf.
STJÓRNARFUNDUR 20. febrúar 2002.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, miðvikudaginn 20. febrúar 2002 kl. 14. Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, og Hrefna B Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ársreikningur vegna ársins 2001.
2. Útboð vegna nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum
3. Heimsókn til Hollustuverndar.
4. Nýjar lausnir með hreinsun sigvatns.
5. Tilraunir með sláturúrgang.
6. Heimsókn frá Sorpu.
7. Dagskrá aðalfundar og tímasetning. (hugsanlegt málþing)
8. Tróð
9. Samningur við Hannes Blöndal, Saurum og úttekt VST vegna endurheimt votlendi.
10. Önnur mál.
1. Ársreikningur vegna ársins 2001.
2. Útboð vegna nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum
3. Heimsókn til Hollustuverndar.
4. Nýjar lausnir með hreinsun sigvatns.
5. Tilraunir með sláturúrgang.
6. Heimsókn frá Sorpu.
7. Dagskrá aðalfundar og tímasetning. (hugsanlegt málþing)
8. Tróð
9. Samningur við Hannes Blöndal, Saurum og úttekt VST vegna endurheimt votlendi.
10. Önnur mál.
Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundarins. Guðni bauð fundarmenn velkomna til Grundarfjarðar.
Ársreikningur vegna ársins 2001.
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins. Niðurstaða rekstrarreiknings er 3,6 milljóna kr. rekstrarhalli sem skýrist fyrst og fremst af háum afskriftum, eða tæpum 8 milljónum. Reikningarnir samþykktir og undirritaðir.
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins. Niðurstaða rekstrarreiknings er 3,6 milljóna kr. rekstrarhalli sem skýrist fyrst og fremst af háum afskriftum, eða tæpum 8 milljónum. Reikningarnir samþykktir og undirritaðir.
Útboð vegna nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum
Framkvæmdastjóri sagði frá útboði vegna urðunarreinar nr. 2 í Fíflholtum. Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 19. febrúar 2002 og var tilboð Jónasar Guðmundssonar, Bjarteyjarsandi lægst og hljóðaði upp á kr. 5.693.600. Tilboðin voru tekin til skoðunar hjá VST og er það niðurstaða Jóns Guðmundssonar, verkfræðings, að lagt er til að samið verði við Jónas. Stjórn fól framkvæmdastjóra og formanni stjórnar að ganga til samninga við Jónas.
Framkvæmdastjóri sagði frá útboði vegna urðunarreinar nr. 2 í Fíflholtum. Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 19. febrúar 2002 og var tilboð Jónasar Guðmundssonar, Bjarteyjarsandi lægst og hljóðaði upp á kr. 5.693.600. Tilboðin voru tekin til skoðunar hjá VST og er það niðurstaða Jóns Guðmundssonar, verkfræðings, að lagt er til að samið verði við Jónas. Stjórn fól framkvæmdastjóra og formanni stjórnar að ganga til samninga við Jónas.
Heimsókn til Hollustuverndar.
Pétur og Hrefna sögðu frá heimsókn til Hollustuverndar 24. janúar 2002 en
Cornelis Meyles ræddi við þau. Rætt var um hreinsun sigvatns, gerð grein fyrir gangi mála með síubeð og sandsíu í Fíflholtum, tilraunir með sláturúrgang, moltugerð o.fl.
Pétur og Hrefna sögðu frá heimsókn til Hollustuverndar 24. janúar 2002 en
Cornelis Meyles ræddi við þau. Rætt var um hreinsun sigvatns, gerð grein fyrir gangi mála með síubeð og sandsíu í Fíflholtum, tilraunir með sláturúrgang, moltugerð o.fl.
Nýjar lausnir með hreinsun sigvatns.
Pétur sagði frá niðurstöðum rannsókna frá Hollandi sem ganga út frá því að mór sé mjög góð lausn við hreinsun sigvatns. Þykir ástæða til að skoða þessar niðurstöður betur þar sem sandsían í Fíflholtum þykir ekki hafa tekist sem skildi.
Pétur sagði frá niðurstöðum rannsókna frá Hollandi sem ganga út frá því að mór sé mjög góð lausn við hreinsun sigvatns. Þykir ástæða til að skoða þessar niðurstöður betur þar sem sandsían í Fíflholtum þykir ekki hafa tekist sem skildi.
Tilraunir með sláturúrgang.
Pétur sagði frá hugmyndum sem vöknuðu við heimsókn til Hollustuverndar varðandi tilraunir með sláturúrgang. Pétur Ottesen hefur farið á fund landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og rætt við hann um þátttöku í tilraunaverkefni sem gengur út á að blanda bylgjupappa, kurli eða öðrum heppilegum efnum saman við sláturúrgang til að flýta fyrir niðurbroti hans. Landbúnaðarráðherra leist vel á þessa hugmynd en það verður að leggja út í nokkra vinnu við að fjármagna þessa rannsóknarvinnu. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Pétur sagði frá hugmyndum sem vöknuðu við heimsókn til Hollustuverndar varðandi tilraunir með sláturúrgang. Pétur Ottesen hefur farið á fund landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og rætt við hann um þátttöku í tilraunaverkefni sem gengur út á að blanda bylgjupappa, kurli eða öðrum heppilegum efnum saman við sláturúrgang til að flýta fyrir niðurbroti hans. Landbúnaðarráðherra leist vel á þessa hugmynd en það verður að leggja út í nokkra vinnu við að fjármagna þessa rannsóknarvinnu. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Heimsókn frá Sorpu.
Sagt frá heimsókn fjögurra starfsmanna Sorpu til Sorpurðunar Vesturlands þriðjudaginn 29. janúar 2002. Haldið var til Fíflholta þar sem fjórmenningarnir skoðuðu m.a. netið sem er yfir urðunarstaðnum.
Sagt frá heimsókn fjögurra starfsmanna Sorpu til Sorpurðunar Vesturlands þriðjudaginn 29. janúar 2002. Haldið var til Fíflholta þar sem fjórmenningarnir skoðuðu m.a. netið sem er yfir urðunarstaðnum.
Dagskrá aðalfundar og tímasetning. (hugsanlegt málþing)
Áformað að halda aðalfund föstudaginn 15. mars kl. 13 í Borgarnesi.
Áformað að halda aðalfund föstudaginn 15. mars kl. 13 í Borgarnesi.
Tróð
Borist hefur orðrómur til framkvæmdastjóra að Gámaþjónusta Vesturlands flytji sorp til urðunar í Fíflholt frá Furu. Einnig hefur borist til framkvæmdastjóra aðvörun þess efnis að tróð það sem flutt er í Fíflholt og notað til yfirlags sorps skuli meðhöndlast sem spilliefni. Fundarmenn voru sammála um að stöðva flutning tróðs þar til staðreyndir liggja fyrir um að ekki sé um spilliefni að ræða. og fólu framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um málið.. Einnig að afla heimilda fyrir því hvort umræddur orðrómur sé sannur.
Borist hefur orðrómur til framkvæmdastjóra að Gámaþjónusta Vesturlands flytji sorp til urðunar í Fíflholt frá Furu. Einnig hefur borist til framkvæmdastjóra aðvörun þess efnis að tróð það sem flutt er í Fíflholt og notað til yfirlags sorps skuli meðhöndlast sem spilliefni. Fundarmenn voru sammála um að stöðva flutning tróðs þar til staðreyndir liggja fyrir um að ekki sé um spilliefni að ræða. og fólu framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um málið.. Einnig að afla heimilda fyrir því hvort umræddur orðrómur sé sannur.
Samningur við Hannes Blöndal, Saurum og úttekt VST vegna endurheimt votlendi.
Samningur við Hannes Blöndal, Saurum, hefur verið sendur honum til undirritunar og úttekt VST liggur fyrir. Í samtali við Hannes hefur komið fram að hann er tilbúinn að ræða frekara endurheimt votlendis í landi Saura þar sem fleiri möguleikar eru til staðar.
Samningur við Hannes Blöndal, Saurum, hefur verið sendur honum til undirritunar og úttekt VST liggur fyrir. Í samtali við Hannes hefur komið fram að hann er tilbúinn að ræða frekara endurheimt votlendis í landi Saura þar sem fleiri möguleikar eru til staðar.
Önnur mál.
Förgun landbúnaðarplasts.
Guðbrandur nefndi förgun landbúnaðarplasts og hvort hægt væri að fá því eytt í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Samþykkt var að stjórn Sorpurðunar myndi senda inn formlegt erindi varðandi þetta mál og fara fram á formlegar viðræður við Sementsverksmiðjunana hf. um endurnýtingu landbúnaðarplasts.
Förgun landbúnaðarplasts.
Guðbrandur nefndi förgun landbúnaðarplasts og hvort hægt væri að fá því eytt í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Samþykkt var að stjórn Sorpurðunar myndi senda inn formlegt erindi varðandi þetta mál og fara fram á formlegar viðræður við Sementsverksmiðjunana hf. um endurnýtingu landbúnaðarplasts.
Fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.
Hrefna B. Jónsdóttir.