26 – SSV samgöngunefnd
F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefnd SSV
Fundur á skrifstofu SSV 27. ágúst 2009 kl. 15:30.
Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV fimmtudaginn 27. ágúst 2009 kl. 15:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Mættir voru: Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Sæmundur Víglundsson, Finnbogi Leifsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson. Einnig sat fundinn Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni og Hrefna B. Jónsdóttir SSV sem einnig ritaði fundargerð. Gestur fundarins er Vífill Karlsson.
Davíð Pétursson setti fund og bauð gest fundarins, Vífil Karlsson, velkominn á fundinn. fundar.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Vífill Karlsson, hagkvæmni vegstyttinga á Vesturlandi.
2. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
3. Samráðs- og hugarflugsfundur í Reykjavík 29. 04. 09. Niðurstöður.
4. Undirbúningur fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður 11- 12 september 2009. (drög að ályktunum)
5. Önnur mál.
Erindi Lunddælinga.
1 Hagkvæmni vegstyttinga á Vesturlandi.
Vífill Karlsson fór yfir verkefni um styttingu leiða á Vesturlandi. Árni Jónsson ráðgjafi vinnur að verkefninu, Vífill Karlsson og hefur Vegagerðin einnig aðkomu að verkefninu og leggur m.a. fram mikilvæg gögn. Um þrjár leiðir er að ræða, leið um Grunnafjörð, leið vestan Eldborgar og leið um Uxahryggi. Hann sagði snúnast að eiga við leið um Uxahryggi þar sem ekki væri um hreina vegstyttingu að ræða. Skoða yrði hana út frá öðrum forsendum en hinar tvær. Vífill sagði verkefnið klárast á þessu ári.
Nokkur umræða varð um verkefnið. Hallfreður Vilhjálmsson sagði Umhverfisráðuneytið ekki hafa samþykkt aðalskipulag með veglínu um Grunnafjörð og þannig stæði það mál. Hann fór yfir forsendur þess.
Magnús Valur sagði leið um Grunnafjörð vera inni í myndinni hjá Vegagerðinni en ekki væri búið að meta til fulls þá valkosti sem skoðaðir hafa verið. Mikilvægt er að farið verði í alhliða skoðun á vegstæði um Grunnafjörð, skoðaðir verði þeir möguleikar sem til greina koma. Það er forsenda þess að hægt sé að hanna framtíðarvegstæði þjóðvegar nr. 1 í Hvalfjarðarsveit.
2 Magnús Valur Jóhannsson – staða framkvæmda á Vesturlandi.
Magnús Valur sagði fá ný verkefni hafa farið af stað. Raunin hefur reyndar orðið sú að verkefni sem ekki var búið að ráðstafa fyrir árið 2009 voru þurrkað út. Fjórir milljarðar fóru þar með út úr Vegagerðinni. Þetta mál skýrðist í júlí. MVJ sagði þetta erfiða stöðu fyrir Vegagerðina. Búið er að semja um margt af verkum sem eru í gangi og standa verður við þær skuldbindingar. Niðurskurðarhnífurinn er því á lofti þar sem hægt er að beita honum.
Verkefnið við Bifröst er að ljúka og sagði hann þar góðan áfanga í höfn. Hann fór yfir smærri verkefni sem voru á áætlun á árunum 2009 og 2010 sem hafa færst aftar.
Hann m.a. nefndi brýr um Reykjadalsá og Haffjarðará og framkvæmd á Uxahryggjaleið. Verklok um Laxárdal frestast til næsta árs.
Rætt um söltun vega yfir vetrartímann og öruggissjónarmið í tengslum við það.
3 Samráðs- og hugarflugsfundur í Reykjavík 29. 04. 09. Niðurstöður.
Lagðar fram niðurstöður Samráðs- og hugarflugsfundar sem haldinn var í Reykjavík 29. apríl sl. Fundinn sóttu f.h. SSV Davíð Pétursson og Guðmundur Vésteinsson frá samgöngunefnd. Hrefna B. Jónsdóttir og Vífill Karlsson frá SSV.
Magnús Valur vék af fundi.
4 Undirbúningur fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður 11- 12 september 2009. (drög að ályktunum)
Farið yfir aðalatriði framkvæmda og fjárframlög til vegamála m.t.t. máls Magnúsar. Hrefnu falið að vinna úr umræðum fundarins, setja upp ályktanir og senda nefndarmönnum til yfirlestrar.
5 Önnur mál.
Erindi Lunddælinga.
Lagt fram erindi Lunddælinga sem varðar endurbætur á vegi um Lundareykjadal og Uxahryggi til Þingvalla. Er þess farið á leit við samgöngunefnd SSV og stjórn SSV að beita sér kröftuglega fyrir því að vinna við þennan vegakafla verði boðin út strax í haust.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindi í samræmi við umræður fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.